Tesla vann yfir sænska ríkinu

Verkalýðsfélögin í Svíþjóð eru í verkfalli gegn Tesla og reyna að þvinga fyrirtækið að skrifa undir almenna kjarasamninga. Upprunalega voru það félag járniðnaðarmanna Metall sem tók sína meðlimi í verkfall og síðar hafa önnur verkalýðssamtök lýst yfir stuðningsaðgerðum og hefur Tesla ekki einu sinni getað fengið út skráningarnúmer á bíla sína með póstinum. En núna vann Tesla sigur í héraðsdómi Norrköping sem dæmdi það ólöglegt að neita að afhenda bílnúmer til fyrirtækisins.

Í lok október hófst verkfall gegn bandaríska rafbílarisanum Tesla. Járniðnaðarmannafélagið Metall krafðist þess að Tesla skrifaði undir kjarasamning sem fyrirtækið vildi ekki fallast á. Fyrirtækið er í fullum rétti að neita að skrifa undir almennan kjarasamning sem mörg stórfyrirtæki vinna eftir á sænska vinnumarkaðinum – svo kallað „kollektivavtal.“

Enginn stuðningur í lögum

Verkfall IF Metall gegn Tesla ásamt stuðningsverkföllum annarra verkalýðsfélaga hefur leitt til þess, að Tesla hefur ekki getað fengið bílanúmeraplötur á bíla sína. Tesla stefndi þá sænska ríkinu með kæru gegn sænsku samgöngustofunni. Samkvæmt Dagens Industri mátti lesa eftirfarandi í kærunni:

„Þetta hald á númeraplötur felur í sér mismununarárás sem beint er gegn Tesla án nokkurs stuðnings í lögum.“

Verða að afhenda Tesla númeraplöturnar

Héraðsdómur Norrköpings tók málið fyrir og dómurinn kom í gær, mánudag. Tesla hefur rétt til að sækja númeraplötur bílanna. Fylgja yfirvöld ekki dómnum í síðasta lagi innan sjö daga, þá þarf sænska samgöngustofan að greiða sekt upp á eina milljón króna.

Á samfélagsmiðlum hefur IF Metall birt nokkrar færslur í yfirstandandi verkfalli. Á einu myndskeiði (sjá að neðan) segir Peter Hjort, umboðsmaður IF Metall í Östergötlandi, að verkalýðsfélögin muni ekki gefast upp fyrr en Tesla skrifi undir kjarasamningana.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa