Teslan fór út í sjó og logaði neðansjávar í lengri tíma

MARTRÖÐIN: Rafbíllinn bilar, lokar ökumanninn inni, rennur afturábak á eftir bátnum … og það kviknar í.

Olivia Murray, hjá bandaríska hugsuðinum, segir frá Facebook-færslu í október frá samtökum slökkviliðsmanna í Hollywood, Flórída:

Sunnudaginn 1. október reyndi ökumaður Tesla Model S að bakka sjóvélsleða í vatnið við Polk Street bátabryggjuna, þegar ökumaðurinn missti stjórn á bílnum og bíllinn fór ofan í vatnið. Þegar saltvatnið komst í snertingu við rafeindabúnað bílsins varð skammhlaup og eldur kom upp sem logaði neðansjávar í lengri tíma.

Eldurinn fékk að loga neðansjávar þar til hann slokknaði af sjálfu sér. Fara varð varlega eftir brunann og flytja bílinn með sérstökum burðarbúnaði í fylgd slökkviliðsbíla á geymslustað. Á geymslustaðnum varð bíllinn að vera í einangrun í nokkra daga á meðan gengið var úr skugga um að ekki kviknaði eldur í honum að nýju. Þekkt er að eldur kvikni aftur í rafbílum, jafnvel eftir að upphafseldurinn hefur verið slökktur.

Jonathan Ramsey hjá Autoblog gaf frekari upplýsingar um atvikið (sjá myndskeið að neðan):

Eiginkonan bakkar kerrunni og þotusleðanum út í vatnið, eiginmaðurinn kemur þotusleðanum í vatnið. Á meðan eiginmaðurinn er í vatninu, þá byrjar Teslan að gefa konunni aðvörun um að koma sér út úr Model X bílnum. Rafeindaknúnar hurðir bílsins eru lokaðar og skiptir engu hvaða bilun á sér stað, þá munu hurðarnar ekki opnast. Svo virðist sem eiginkonan þekkti ekki til handvirka opnun hurðanna, svo eiginmaðurinn hraðar sér til hennar og kemur henni út úr bílnum áður en Teslan fer á bólakaf.

….Eftir Teslan kemur út í vatnið, þá kviknar í rafgeymi bílsins, með eitruðum lofttegundum og logarnir ná upp úr yfirborði vatnsins. Hafið hatar rafgeyma.

Sem betur fer slasaðist enginn, en umhverfið gerði það svo sannarlega! Margir myndu nota orðið kaldhæðnislegt í ljósi þess, að talsmenn rafbíla segja rafhlöðuknúna bíla vera „vistvænir“ og „umhverfismeðvitaðir“ valkostir.

Eins og Facebook færsla slökkviliðsmanna benti einnig á, þá skapar sérstaða rafbílaelda „alveg nýtt hættustig“ í eldvarnarmálum og krefst nýrra slökkviliðstækja. Þetta er vandamál með öll rafknúin farartæki, ekki bara Tesla. Algengi rafbílaelda er að bæta algjörlega nýju hættustigi fyrir slökkviliðið og veldur því, að slökkvilið um allan heim endurskoðar hvernig þau geti dregið úr neyðartilvikum rafbíla.

Olavia lýkur grein sinn á þeim orðum, að þessi atburður hljóti að vera enn einn viðmiðunarpunkturinn í augljósri þróun sem sannar að forðast beri rafbíla (vegna mannkyns og umhverfis). Þróunin sýnir bara þann raunveruleika, að vinstrimenn koma alltaf með heimskulegustu hugmyndirnar.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa