Það á að ræða það tjón sem loftslagsstefnan veldur samfélaginu

Hollenski ESB-þingmaðurinn, Robert Roos. Mynd ©  Elekes Andor (CC 4.0)

Hollenski ESB-þingmaðurinn Rob Roos telur að breyta eigi um stefnu í loftslagsumræðunni. Hún á ekki að snúast um meintan „loftslagsskaða“ sem heimsendaspámenn kveina um heldur það tjón sem loftslagsstefnan veldur samfélaginu. Vegna þess að tjónið er raunverulegt.

Í heimalandi ESB-þingmannsins Rob Roo, Hollandi, er nú greint frá því, að hundruð þúsunda hollenskra heimila þurfi að búa sig undir tímabundinn rafmagnsskort vegna þess að „álagið“ sé svo mikið. De Telegraaf skrifar:

„Til að halda hollenska raforkukerfinu tryggu munu fyrirtæki og heimili neyðast til að búa við rafmagnsskort á næstu árum nema að gripið verði til aðgerða.“

Að sögn Roos er tímabært að lyfta loftslagsumræðunni upp úr öllum hræðsluáróðri. Í staðinn á að ræða þann gífurlega skaða sem loftslagsstefnan veldur samfélaginu. Hann skrifar á X (sjá að neðan):

„Umræðan þarf að fara frá „tjóni á loftslaginu“ yfir í „tjónið sem loftslagsstefnan veldur.“ Hreinum kolaorkuverum hefur verið lokað, vindmyllur og sólarsellur alls staðar, kjarnorkan er bannorð. Nú sjáum við niðurstöðuna sem er orkuskortur vegna loftslagsstefnunnar. Heimili, skólar og smáfyrirtæki eru frátengd rafkerfinu á álagstíma.“

Þeim fjölgar stöðugt þeim vísindamönnum sem fullyrða að „loftslagskreppan“ sé ímynduð og í reynd stórfellt svindl glóbalismans til að ná kverkataki á efnahagskerfi og auðlindum jarðarbúa. Vistfræðingurinn og stofnandi Greenpeace, Patrick Moore, gengur til og með svo langt að fullyrða að „loftslagsstefnan er uppskrift að fjöldamorði á fólki í heiminum.“


Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa