Það logar vel í rafbílum

Þýski bílarisinn Audi hefur kallað til baka rafbíl sinn e-tron 55 eftir að hafa uppgötvað hættu á sjálfsíkveikju í rafgeyminum. Á myndböndum sem dreift er á samfélagsmiðlum má sjá kyrrstæðan Audi e-tron 55 byrja að brenna af sjálfu sér á stæði og slá eldtungur frá neðanverðum bílnum.

Audi hefur innkallað e-tron 55 um allan heim eftir margar sjálfsíkveikjur meðal annars í Bandaríkjunum og Kanada. Myndskeiðið á X er tekið í Ísrael, þegar e-tron 55 kviknar af sjálfu sér og rafbílaeigandinn þýtur út á bílastæðið með slökkvitæki og reynir að stöðva eldinn.

Rafgeymir bílsins veldur sjálfsíkveikjunni. Samkvæmt bílatímaritinu Carup er um að ræða rafgeyma frá LG af gerðinni E61V sem voru framleiddar á tímabilinu maí 2020 – mars 2022. Samkvæmt opinberum skjölum frá Bandaríkjunum getur rafbíllinn orðið fyrir sjálfsafhleðslu og hitauppstreymi sem veldur reyk og sjálfsíkveikju.

Má aðeins hlaða rafgeyminn upp að 80%

Audi í Svíþjóð hefur tilkynnt rafbílaeigendum, að þeir fái nýjan hugbúnað fyrir rafgeymaeftirlit sett í bíla sína. Á búnaðurinn að gera rafbílaeigendum viðvart ef eitthvað er óeðlilegt í rafgeyminum og þá verður að fara með bílinn á verkstæði, segir Carup.

Jafnframt mega rafbílaeigendur ekki hlaða rafgeyminn meira en 80% á meðan beðið er eftir varanlegri lausn frá Audi. Ekki er búist við að frekari keyrslutakmörkun og aukin óvissa um framtíðina geri rafbílaeigendur hamingjusamari eftir að lagt á annan tug milljóna króna í nýjan, fínan rafbíl.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa