Þingmenn ESB vilja hefna sín á Tucker Carlson vegna viðtals við Pútín

Guy Verhofstadt vill afnema ferðafrelsi Tucker Carlsons til og frá og innan aðildarríkja ESB

ESB gæti beitt bandaríska blaðamanninum Tucker Carlson refsiaðgerðum í hefndarskyni fyrir að fara til Rússlands til að taka viðtal við Vladimír Pútín forseta Rússlands. Það segja nokkrir núverandi og fyrrverandi þingmenn ESB-þingsins.

ESB bannaði tvo rússneska fjölmiðla fyrir tveimur árum síðan: RT og Sputnik. Yfirlýstur tilgangur ritskoðunarinnar var að koma í veg fyrir að íbúar ESB fengju aðgang að rússneskum fréttum. Aðallega vegna Úkraínustríðsins. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði þá um ákvörðunina:

„Ríkisfjölmiðlarnir Russia Today og Sputnik ásamt dótturfélögum þeirra munu ekki lengur geta dreift lygum sínum til að réttlæta stríð Pútíns.“

Vilja hefna sín á Tucker Carlson

En það eru ekki bara fjölmiðlarnir sem eru ritskoðaðir. Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022 hefur Evrópusambandið gripið til sífellt harðari refsiaðgerða gegn Rússlandi sem beinast gegn almennum borgurum landsins, vegna þess að stríðið hefur ekki tekið þá stefnu sem óskað var. Það er að segja sigra Rússland og endurheimta Krím og austurhéruðin í Úkraínu.

Þær refsiaðgerðir gætu núna bitnað á Tucker Carlson, sem fór til Moskvu nýlega til að fá viðtal við forseta Rússlands. Það segja nokkrir núverandi og fyrrverandi ESB-þingmenn í viðtali við Newsweek. Einn þeirra er hinn frjálslyndi fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, Guy Verhofstadt, sem situr núna á ESB-þingi í sama hópi og miðjuflokkar og frjálslyndir í Svíþjóð. Verhofstadt segir og vísar til Tucker Carlson:

„Þar sem Pútín er stríðsglæpamaður og ESB refsar öllum sem aðstoða hann sem slíkan, þá virðist það rökrétt að evrópska utanríkisþjónustan rannsaki einnig mál hans (Tucker Carlson).“

Segja Carlson hryllilegan áróðursmann fyrir Pútín

Guy Verhofstadt nýtur stuðnings fyrrverandi spænska frjálslynda ESB-þingmannsins Luis Garicano, sem einnig bregst við með andúð á bannaðri blaðamennsku Tucker Carlsons. Garicano segir:

„Hann er ekki lengur fréttamaður, heldur áróðursmaður fyrir hræðilegustu stjórn á evrópskri grund og fyrir þann sem er hættulegastur friði okkar og öryggi.“

Er ekki að styðja Pútín heldur sinna starfi sínu sem blaðamaður

Tucker Carlson hefur tekið skýrt fram, að hann sé ekki í Moskvu til að styðja Rússlandsforseta heldur til að sinna starfi sínu sem blaðamaður. Hann segist einnig vilja taka viðtal við Volodymyr Zelenskí, forseta Úkraínu. Carlson segir á X:

„Við erum ekki hér vegna þess að við elskum Pútín. Við erum hér vegna þess að við elskum Bandaríkin og við viljum að hún haldist farsæl og frjáls. Við hvetjum þig til að vera ekki sammála því sem Pútín segir í þessu viðtali en við hvetjum þig til að sjá það.“

Fengi ekki að heimsækja neitt land innan ESB

Urmas Paet, ESB-þingmaður og fyrrverandi utanríkisráðherra Eistlands, telur rangt að yfirleitt láta rödd Pútíns heyrast. Hann mælir með hefndaraðgerðum gegn Tucker Carlson:

„Carlson lætur vettvang sinn fyrir mann sem er sakaður um þjóðarmorð – það er rangt.“

Verði refsiaðgerðum beitt gegn Tucker Carlson yrði það að líkindum í formi afnám ferðafrelsis til og frá og innan Evrópusambandsríkjanna. Hann gæti þá ekki lengur heimsótt neitt af ríkjum ESB t.d. eins og þegar hann fór til Ungverjalands til að taka viðtal við Viktor Orbán, forsætisráðherra.

Hér að neðan má sjá þrjú innlegg á X um málið:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa