Þjóðarbandalagið fagnar nýjum kosningum: „Reiðubúin að stöðva fjöldainnflutninginn og láta Frakkland lifa á ný“

Eftir gríðarlega ósigur í kosningunum til ESB-þingsins um helgina, ákvað Emmanuel Macron að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga í Frakklandi. Macron segir:

„Ég hef fulla trú á getu frönsku þjóðarinnar til að velja rétt fyrir sig og komandi kynslóðir.“

Flokkur Macrons „Renaissance“ verður vissulega næst stærsti flokkurinn en fær aðeins um 15% fylgi kjósenda – en þjóðarbandalag Marine Le Pen verður meira en tvöfalt stærra með yfir 30% atkvæða. Jordan Bardella, leiðtogi þjóðarbandalagsins, sagði eftir að úrslitin voru kynnt að „staða Emmanuel Macron forseta væri veik eftir kvöldið.“

Macron sagði sjálfur eftir ósigurinn „að hann gæti ekki látið eins og ekkert hafi í skorist.“ Tilkynnti hann að þing yrði rofið og að nýjar kosningar yrðu haldnar í tveimur umferðum yfir sumarið – 30. júní og 7. júlí. Macron sagði:

„Ég hef ákveðið að setja valið varðandi þingframtíð okkar í hendur kjósenda…Ég hef fulla trú á því að fólkiið muni kjósa rétt.“

Jordan Bardella líklegur næsti forsætisráðherra Frakklands

Þjóðarbandalagið er ánægt eins og flestir Frakkar með ákvörðun Macrons. Marine Le Pen segir:

„Við erum tilbúin til að taka við völdum ef Frakkar veita okkur traust sitt. Við erum reiðubúin að stöðva fjöldainnflutninginn og koma efnahagsmálunum í forgang og koma Frakklandi aftur til lífs.“

Jordan Bardella, flokksleiðtogi Þjóðarbandalagsins er talinn líklegur sem næsti forsætisráðherra Frakklands, ef Þjóðarbandalagið vinnur kosningarnar. Varaformaður flokksins, Sébastien Chenu, segir:

„Jordan Bardella varð efstur í öllum kjördæmum utan Parísar. Hann hefur þegar verið valinn af fólkinu og hann mun leiða herferð okkar. Við erum ekki aðeins reiðubúin að fara í kosningar heldur einnig að taka við stjórn landsins.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa