Þurfum að taka ábyrgð á frelsi okkar ef við viljum vera frjáls

Fáir hafa látið jafn mikið að sér kveða að undanförnu í lýðveldismálum okkar Íslendinga en Arnar Þór Jónsson sem hætti dómarastörfum til að gerast ötull talsmaður lýðveldisins Íslands. Arnar var í viðtali hjá netútvarpinu okkar og má hlýða á viðtalið með því að smella á spilarann að neðan. Arnar segir stöðu fullveldismála þjóðarinnar grafalvarlega og hvetur landsmenn eindregið til að taka til höndum svo fullveldið hverfi ekki úr höndum okkar. Við verðum sjálf að taka ábyrgð á frelsinu viljum við vera frjáls.

Í önnum dagsins milli jóla og nýárs gaf Arnar Þór Jónsson sér tíma til að spjalla við Gústaf Skúlason um stöðu Íslands í öllu því umróti sem skekur heiminn um þessar mundir. Íslendingar eru hluti af heimsmálunum og þeirri ásókn fjármálaafla sem sækjast eftir auðlindum og auðæfum þjóða fyrir eigin hag. Arnar Þór tekur þátt í umræðunni á nær öllum mögulegum miðlum, síðast á bloggi sínu í dag og í greininni „Ögurstundin nálgast“ á Vísir.is

Aðgæsluleysi að hagsmunum Íslands skaðar samkeppnisstöðu landsins

Viðtalið hófst á orkumálum Íslendinga og þeirri ótrúlegu stöðu í orkulandi okkar, að verið er að tala um „orkuskort.“ Arnar Þór segir slíkt vera heimatilbúning og bendir á breytingu vel virks kerfis fyrir landsmenn sem aðlagað var að stjórnarháttum ESB með breytingu yfir í framleiðslu og dreifingarkerfi til að þjóna markaðinum. Arnar Þór gagnrýnir harðlega „viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir“ sem hann segir að veiki samkeppnisstöðu Íslands verulega. Arnar skrifar:

„Hagsmunagæsla Íslands í Brussel virðist því miður vera í molum og sendimenn okkar þar samþykkja allt sem þar streymir í gegn. Um þetta mál og kæruleysislega meðferð þess má nánar lesa á vef Alþingis, sjá hér, og eins og þar sést kaus stærstur hluti alþingismanna að reisa engin andmæli gegn innleiðingu þessa kerfis, enda þótt það muni fyrirsjáanlega veikja samkeppnisstöðu Íslands út á við og hækka verð á innlendum vörum, auk þess að hækka flugfargjöld með tilheyrandi skaða fyrir ferðaþjónustu og hærri útgjöldum fyrir Íslendinga, því flugið er í raun okkar eini samgöngumáti til annarra landa, öfugt við meginlandsþjóðir sem geta ferðast með lestum.“

Þegar völd tapast úr landi fylgir auðurinn með

Arnari er tíðrætt um þá miklu stjórnmálavá sem stafar af aðgæsluleysi kjörinna fulltrúa okkar sem veldur því að völdin glatast í smáum sneiðum. Hann ræðir um hvernig stefnan sé í raun stefna þeirra ofsaríku sem mylja allt undir sér fyrir eigin gróða. Arnar hvetur landsmenn til að rumska við sér áður en of seint verður.

Smelltu á spilarann hér að neðan til að hlýða á samtalið:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa