Trump áfrýjar svívirðilegri íhlutun Hæstaréttar Colarado til Hæstaréttar Bandaríkjanna

Hæstiréttur Colorado hefur ákveðið að Trump hafi gerst brotlegur við stjórnarskrá Bandaríkjanna með „uppreisn“ gegn bandaríska ríkinu þann 6. janúar 2021. Trump hefur aldrei verið dæmdur fyrir slíkt brot og slík réttarhöld hafa ekki farið fram yfir Trump sem nýtur stjórnarskrárvarinnar friðhelgi í störfum forseta eins og aðrir sem hafa gegnt því embætti.

Hæstiréttur Bandaríkjanna áréttaði friðhelgi Trumps, þegar hafnað var kröfu Jack Smith saksóknara um að friðhelgi forsetans væri rofin til að hægt væri að dæma hann sem landráðamann. Varð það mikill skellur fyrir nornaveiðar demókrata sem sjá enga aðra leið í komandi forsetakosningum en að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að útiloka Donald Trump frá því að ná endurkjöri sem forseti Bandaríkjanna.

Trump hefur hvorki tekið þátt í uppreisn né hlotið neinn dóm

Ákvörðun Hæstaréttar Colorado er pólitísk. Dómstóllinn vísar til kafla 3 í 14. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar þar sem segir, að þeir sem hafa „tekið þátt í uppreisn“ gegn Bandaríkjunum verði með athæfinu vanhæfir til að gegna opinberu embætti. Trump tók ekki þátt í neinni uppreisn eða hefur verið ákærður hvað þá dæmdur fyrir slíkt athæfi. Allir dómarar Hæstaréttar Colarado voru skipaðir af demókrötum. Niðurstaðan er eingöngu sett fram til að koma í veg fyrir að Trump geti boðið sig fram til embættis forseta að nýju. Þótt nafn Donald Trump verði núna bannað á kjörseðlum í Colorado, þá getur og mun Hæstiréttur Bandaríkjanna eflaust hnekkja þeirri niðurstöðu með dómi eins og í máli Jack Smith gegn Trump.

Málið kært til Hæstaréttar Bandaríkjanna

Hópurinn „Citizens for Responsibility and Ethics“ (CREW) sem George Soros er að baki höfðaði mál gegn Jena Griswold, utanríkisráðherra Colorado og Trump í september, með þeim rökum að 45. forsetinn væri vanhæfur í opinberu embætti samkvæmt 3. kafla stjórnarskrárinnar og kröfðust þess að bann yrði lagt við framboði Trumps til forseta Bandaríkjanna. Samkvæmt CNBC frestaði Hæstiréttur ríkisins gildistöku úrskurðarins fram til 4. janúar „með fyrirvara um frekari áfrýjunarmál.“ Dómararnir voru ósammála og 3 þeirra vildu ekki að sótt yrði að fyrrverandi forseta með þessum hætti. Frestur á gildistöku veitir Donald Trump tíma til að áfrýja niðurstöðunni, sem hann mun gera, til Hæstaréttar Bandaríkjanna og þá mun ákvörðun Hæstaréttar Colorado ekki gilda þar til Hæstiréttur Bandaríkjanna annað hvort samþykkir eða hnekkir niðurstöðunni.

Árás á lýðræðislegan rétt kjósenda í Colorado að velja sér forseta

Steven Cheung talsmaður Donald Trump sendi frá sér vægast sagt gagnrýnið svar og ásakaði dómstólinn, Biden og róttæka vinstri Soros hópinn sem höfðaði málið til að reyna að koma í veg fyrir að helsti stjórnmálaandstæðingur núverandi forseta næði völdum. Hann hann lýsti því einnig yfir að teymi Trumps færi með málið beint fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna:

„Það kemur ekki á óvart, að Hæstiréttur Colorado, sem er algerlega skipaður demókrötum, styður áætlun vinstri sinnaðra hóps styrktum af Soros og dæmir gegn Trump forseta. Verið er að hafa afskipti af forsetakosningum af hálfu hins spillta Joe Bidens með því að fjarlægja nafn Trump forseta af kjörseðlum og þannig taka réttindi af kjósendum í Colorado til að velja þann frambjóðanda sem þeir kjósa.“

„Við höfum fulla trú á því, að Hæstiréttur Bandaríkjanna muni fljótt úrskurða okkur í hag og að binda endi á þessu óbandarísku málaferli.“

Þessi svívirðilega árás á bandaríska lýðræðið fær engan veginn staðist.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa