Donald Trump, fv. forseti Bandaríkjanna, hefur verið settur í viðskiptabann í New York í þrjú ár og þarf einnig að greiða samsvarandi 50 milljarða íslenskra króna sekt. Trump var dæmdur fyrir að ýkja verðmæti fjölskyldufyrirtækisins til að fá betri lánskjör. Trump segir sjálfur, að dómarinn sé spilltur og að málaferlin séu nornaveiðar gegn sér vegna forsetaframboðsins.
Donald Trump var í gær dæmdur í 50 milljarða króna sekt. Næstu þrjú árin er hann í viðskiptabanni í New York, sem þýðir að hann getur ekki setið í stjórn fyrirtækja í borginni. Synir Trumps, Donald Trump Junior og Eric Trump, eru líka í viðskiptabanni í tvö ár að sögn New York Times.
Pólitískar ofsóknir
Að sögn saksóknara Letitia James hlýtur fyrrverandi forseti að hafa vísvitandi ýkt verðmæti fjölskyldufyrirtækis síns til að eiga möguleika á betri lánskjörum. Trump hrekur áróður dómarans á samfélagsmiðlinum Sannar Fréttir:
„Siðspilltur dómari í New York fylki, sem starfar með gjörspilltum dómsmálaráðherra sem hóf kosningabaráttuna með orðunum: „Ég ætla að taka Trump“ áður en hann vissi nokkuð um mig eða fyrirtæki mitt, hefur nýlega sektað mig um 355 milljónir Bandaríkjadala. Það byggist á engu nema, að ég hafi byggt upp frábært fyrirtæki. Þetta eru afskipti af kosningum. Nornaveiðar“.
Alina Habba, lögmaður Trumps, býst við að dómnum verði hnekkt af áfrýjunardómstólnum.