Tusk rífur opið sár í stjórnarfar Póllands – hefur nornaveiðar á stjórnarandstæðingum og rekur saksóknara ríkisins þvert á stjórnarskrá

Andrzej Duda forseti Póllands ver stjórnarskrá landsins gegn fasistafasónum ESB.

Sífellt skýrari andstæður hafa orðið á milli nýrra pólskra stjórnvalda, löggjafans og pólska forsetans. Með nýlegum árásum á pólitíska andstæðinga og lokun fjölmiðla eykst almenn andstaða við nýja ESB-sinnaða ríkisstjórn undir forystu Donald Tusk fyrrum Brusselbúrókrata í hæstu hæðum.

Þjóðarsjálfstæðisandstaðan er afar hörð gegn nýrri ESB-sinnaðri ríkisstjórnin Póllands undir forystu fyrrverandi forseta Evrópuráðsins, Donald Tusk. Á föstudaginn fóru 300.000 Pólverjar út á götu til að mótmæla handtöku stjórnarandstæðinga og lokun fjölmiðla og afhýsingu ritstjórna og blaðamanna.

Stjórnlagadómstóllinn ógilti brottvísun ríkissaksóknarans

Andrzej Duda, forseti Póllands mótmælti harðlega brottrekstri Dariusz Barski ríkissaksóknara þvert á gildandi lög og reglur. Duda stendur nálægt fyrrverandi stjórnarflokknum Lög og réttvísa „Prawo i Sprawiedliwość, PiS.“ Nýi innanríkisráðherra Póllands, Adam Bodnar, ákvað upp á sitt einsdæmi að svipta ríkissaksóknarann embætti að sögn Reuters.

Forseti Póllands segir innanríkisráðherrann ekki hafa neinn rétt á að víkja ríkissaksóknara úr starfi með þeim hætti, sem gert var. Uppsögn getur aðeins átt sér stað að höfðu samráði forseta og forsætisráðherra. Að því loknu þarf skriflegt samþykki forsetans til að embættismanni verði vikið úr starfi. Stjórnlagadómstóll Póllands ógilti mánudag brottreksturinn og sagði:

„Stjórnlagadómstóllinn gefur út bráðabirgðaákvörðun, þar sem hann ríkissaksóknara og öllum opinberum yfirvöldum er álagt að hindra allar aðgerðir sem geta komið í veg fyrir að Dariusz Barski … geti gegnt starfi sínu sem saksóknari ríkisins.“

Nornaveiðar í stíl við menningarbyltingu Maó Tsetung

Brottreksturinn er hluti af stærra ferli, sem líkja má við nornaveiðar eða menningarbyltingu Mao Tsetung, til að hreinsa burtu alla embættismenn sem eru tryggir PiS. ESB hefur sett fram slíkar kröfur til að borga út milljarða evra greiðslur sem Pólland á að fá samkvæmt reglum ESB en Brusselvaldið hefur fryst vegna sjálfstæðis Pólverja sem vinna frekar fyrir hagsmunum landsmanna en að elta alla yfir- og ofurstjórn Brusselsvaldsins.

Andrzej Duda, forseti Póllands ræddi einnig um hræsnina sem ríkir í afstöðunni til ólíkra stjórnmálaafla í ríkisstjórn. Á þeim átta árum sem PiS var í ríkisstjórn vantaði ekki gagnrýni frá stuðningsmönnum ESB sem ásökuðu PiS fyrir að grafa undan réttarríkinu með því að afhenda ekki fullveldi Póllands möglunarlaust til hirðarinnar í Brussel. Þegar nýja ríkisstjórnin ræðst með offorsi á málfrelsið, lokar fjölmiðlum, hreinsar út heilu ritstjórnirnar, fangelsar stjórnarandstæðinga og brýtur lög og stjórnarskrá Póllands, þá er heyrist ekki múkk frá áður háværum gagnrýnendum.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa