Nú viðurkennir Úkraína að það sé orðið sífellt erfiðara að fá fjárhagsstuðning frá Vesturlöndum. Ef Bandaríkin „taka leiðsluna úr sambandi,“ þá er málinu lokið fyrir Úkraínu. Þetta segir stjórnmálafræðingurinn John Mearsheimer í Judge Napolitano. Þetta fær „garnirnar til snúa sér“, því það eru Vesturlönd sem bera í raun ábyrgð á stríðinu gegn Rússlandi. Úkraína hefur verið notuð og æst í stríðið. Að sögn Mearsheimer stríðið „stórslys fyrir Úkraínumenn.“
Í síðustu viku lýsti John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, því yfir að Bandaríkin væru komin út á enda reipsins í stuðningi sínum við Úkraínu.
Í viðtali við Napolitano dómara segir hinn virti fræðimaður, John Mearsheimer, prófessor í stjórnmálafræði, að þetta þýði endalok stríðs Úkraínu gegn Rússlandi. Andrew Napolitano spyr þá:
Er Úkraína búin að vera?
„Já, ég held… að ummæli Kirbys um að við munum ekki halda áfram að styðja Úkraínu til lengri tíma þýðir í rauninni að þeir geti ekki haldið áfram. Allir skilja að ef við tökum leiðsluna úr sambandi, þá er málinu lokið fyrir Úkraínumenn. Þeir hafa hvorki vopn né fjármagn til að halda þessu stríði áfram. Rússar munu valta yfir þá. Biden forseti og aðrir hafa sagt, að við stöndum að bakið þeim til endaloka og að við munum ekki yfirgefa þá. En við yfirgefum þá núna. Ég er ekki að sjá, sérstaklega miðað við misheppnaða gagnsókn, hvernig Úkraínumenn komist hjá afhroði.“
Reynt að breyta Úkraínu í vestrænan varnargarð
„Innyflin snúast“ meira að segja í Mearsheimer segir hann. Að hans sögn eru það Vesturlönd sem hafa neytt Úkraínu inn á þessa hrikalegu braut:
„Alveg hræðilegt. Ég meina, við drögum þá inn í þetta stríð. Grundvallarlega þá berum við ábyrgðina á því, vegna tilrauna okkar til að breyta Úkraínu í vestrænan varnargarð við landamæri Rússlands. Við hvöttum til gagnsóknar, við neyddum þá til að sækja viku eftir viku á meðan þeir urðu fyrir gríðarlegu tjóni. Núna, þegar þeir eru í miklum vandræðum, þá tökum við leiðsluna úr sambandi. Mér verður óglatt. Þetta er virkilega hræðilegt.“
Enginn farsæll endir fyrir Úkraínu
Jafnframt er nú gengið svo langt að erfitt er að segja til um, hvernig Úkraína eigi að komast sem best út úr þessu. Kannski er besti kosturinn að slíta tengslin við Vesturlönd í dag og semja um frið við Rússland. Hugsanlega myndi það leiða til betri samninga en að halda áfram að berjast þar til vesturveldin hætta algjörlega stuðningi sínum og reyna síðan að ná samkomulagi við Rússland.
„Mín tilfinning er sú að það væri betra ef þeir gerðu það í dag. Vegna þess að þeir fá ekki góðan samning. Þetta er stórslys fyrir Úkraínumenn. En miðað við aðstæður þeirra, þá er nánast ógjörningur, það er kannski ómögulegt að segja sögu sem felur í sér farsælan endi fyrir þá.“