Úkraína „of spillt“ fyrir Nató

Stríðsherrarnir Jens Stoltenberg, aðalritari Nató og Volodomyr Zelensky, forseti Úkraínu (mynd Nató).

Úkraína er of spillt til að ganga í Nató. Þau skilaboð mun sendinefnd Úkraínu fá á leiðtogafundi hernaðarbandalagsins í næstu viku.

The Telegraph greinir frá samtali við við ónefndan fulltrúa bandaríska utanríkisráðuneytisins sem segir, að Úkraína hafi tekið mikilvæg skref á síðustu tveimur árum til að nálgast Vesturlönd – en ekki í nægjanlega miklum mæli. Heimildarmaðurinn segir við The Telegraph:

„Þó að við hrósum þeim fyrir þær umbætur sem þeir gera, þá viljum við líka benda á frekari nauðsynlegar ráðstafanir, sérstaklega í baráttunni gegn spillingunni. Það er forgangsverkefni hjá okkur við borðið.“

Biden þykist vera á móti þeirri spillingu sem hann sjálfur á hlutdeild í

Í viðtali við Time í byrjun síðasta mánaðar lýsir Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sig andvígan Natóvæðingu Úkraínu:

„Friður er að tryggja að Rússland hernemi aldrei, aldrei, aldrei, Úkraínu. Það er það sem friður er. Og það þýðir ekki Nató, að þeir verði meðlimur í Nató. Það þýðir að við vinnum með þeim eins og öðrum þjóðum, styrkjum þá með vopnum svo þeir geti varið sig í framtíðinni. En það þýðir ekki, eins og þið sjáið, – þið skrifuðuð frétt um það í Time, að ég sagði að ég væri ekki reiðubúinn að styðja Natóvæðingu Úkraínu.“

Forsetinn heldur síðan áfram að tala um víðtæka spillingu í Úkraínu, sem hann segist sjálfur hafa orðið vitni að, þegar hann heimsótti landið sem öldungadeildarþingmaður. Hann er sjálfur hluti af þeirri spillingu, því hann kom því til leiðar í fjárkúgunarstíl, að saksóknari var rekinn sem var að rannsaka spillingarmál orkufyrirtækis sem sonur hans Hunter Biden var skráður hjá.

Einungis sjö prósent styðja flokk Zelensky

Á meðan leiðtogar Nató telja, að ríkisstjórnin í Kænugarði sé að stefna landinu í rétta átt, jafnvel þótt enn sé nokkuð í land þar til takmarkinu er náð, þá segir úkraínska þjóðin hið gagnstæða. Könnun sem „Kyiv Institute of Sociology“ gerði í maí, sýnir að stuðningur við Zelensky forseta fer minnkandi.

Í mars 2022 skömmu eftir innrás Rússa báru 90% landsmanna traust til forsetans. Það hlutfall hefur minnkað jafnt og þétt og er nú komið niður í 59%. Fyrir innrás Rússa báru aðeins 37% íbúanna traust til forsetans.

Traustið á forsetanum fer hratt minnkandi og enn verra er traustið á flokki hans „Þjóni alþýðunnar.“ Einungis sjö prósent aðspurðra eru ánægð með störf ríkisstjórnarflokksins. 55% telja að flokkurinn standi sig mjög illa eða nokkuð illa. Zelensky hefur tekið sér einræðisvöld með því að banna stjórnarandstöðu og lýðræðislegar kosningar í Úkraínu.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa