Um raunverulega sprengju var að ræða

Samkvæmt Aftonbladet var par á leiðinni með sprengju til staðar í Norður-Svíþjóð, þannig að um raunverulega virka sprengju var að ræða sem lögreglan fann á lestarstöð Stokkhólmsborgar nýlega. Þurfti að útrýma stöðina í nær tvö tíma á meðan sprengjudeild lögreglunnar fjarlægðu sprengjuna. Lögreglan handtóku mann og konu sem grunuð eru um að hafa ætlað að afhenda sprengjuna til glæpaklíku í Norður-Svíþjóð til árásar þar.

Glæpahjúin ferðuðust með svo kalla „hitabrúsasprengju“ falda í tösku. Auk sprengjunnar fann lögreglan eiturlyf og hníf.

Hjúin voru kunningjar lögreglunnar margdæmd fyrir alls konar glæpi. Þau eru núna í haldi grunuð um undirbúning að almennri eyðileggingu og eiturlyfjabrot. Nadya Norton hjá lögreglunni segir við sænska ríkisútvarpið SR:

„Við getum ekki farið inn á það að svo stöddu, hvers vegna við ákváðum að rannsaka þetta fólk og ekki heldur á hvaða aldri þau eru.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa