Umbótaflokkur Farage mælist þegar stærri en Íhaldsflokkurinn

Donald Trump og Nigel Farage

Nigel Farage „Mr. Brexit“ og bandamaður Trumps og Bannons, er enn á ný að svekkja breska Íhaldsflokkinn. Aðeins tveimur vikum eftir að hafa mætt í kosningaslaginn fyrir kosningarnar þann 4. júlí eru vinsældir hans meiri en íhaldsflokksins. Harðlínumaður Íhaldsflokksins, Suella Braverman, bauð Farage að ganga í Íhaldsflokkinn en utanríkisráðherrann David Cameron, sem er íhaldsmaður í orði en ekki í verki, sakar Farage um að vilja „eyðileggja“ Íhaldsflokkinn.

Forsætisráðherra Breta, Rishi Sunak, boðaði í maí til þingkosninga í von um að koma í veg fyrir frekari atkvæðaflótta frá Íhaldsflokknum vegna misheppnaðrar glóbalískrar stefnu flokksins. Nú virðist sú ákvörðun að vera að springa framan í andlitið á honum, þar sem Íhaldsflokkurinn lendir í þriðja sæti í nýjustu könnun YouGov með 18% fylgi. Verkamannaflokkurinn leiðir með 37% fylgi og næstur kemur Umbótaflokkur Farages með 19%.

Þetta er í fyrsta sinn í 190 ára sögu Íhaldsflokksins, sem flokkurinn stendur frammi fyrir alvarlegri kosningaáskorun frá hægri.

Þetta er í þriðja sinn sem Farage stofnar flokk sem kemur Tories í uppnám eftir að breski Sjálfstæðisflokkurinn, UKIP, kom Brexit -kosningunum til leiðar ár 2016.

Suella Braverman, fyrrverandi innanríkisráðherra, hvatti Farage til að ganga til liðs við Íhaldsflokkinn og sagði við London Times:

„Við þurfum að finna einhverja leið til að vinna saman í framtíðinni, því það ætti ekki að vera mikill ágreiningur á milli okkar.“

Einn farandmaður á mínútu til Bretlands

David Cameron, utanríkisráðherra, sakar Farage um að vilja „eyðileggja“ Íhaldsflokkinn. Farage skrifaði í Telegraph að Cameron „væri skömm fyrir Bretland“:

„Cameron dirfist að halda því fram, að eftir 14 ár af mistökum þá hafi Tories áætlun núna um að takast á við innflytjendakreppuna í Bretlandi. Hann segir gegn mér, að það eina sem ég bjóði upp á „sé útþynnt orðalag og vonlaus stefna. Á hann við með útþynntu málfari, að ég nefni þá staðreynd, að 3,5 milljónir innflytjenda hafi komið til Bretlands bara á síðustu þremur árum? Eða að einn farandmaður komi til Bretlands hverja mínútu undir núverandi stjórn Íhaldsflokksins?“

Á fimm árum hefur Íhaldsflokknum ekki tekist að ná stjórn á landamærunum

Farage minnti lesendur á, hvernig „Brexit-flokkurinn“ kom Theresa May úr embætti 2019 og knúði fram kosningu Boris Johnson vegna loforðsins um að „klára Brexit.“

„En fimm árum og þremur forsætisráðherrum Íhaldsflokksins síðar, erum við augljóslega engu nær að taka aftur stjórnina á landamærum okkar eða lögunum. Þessi svik við Brexit er að lokum ástæðan fyrir því, að milljónir reiðra kjósenda hafa snúið baki við leifum Íhaldsflokksins. Það er ástæðan fyrir því, að Verkamannaflokkurinn undir forystu Keirs Starmer mun sigra þann 4. júlí, þrátt fyrir almenningur sýni flokki hans engan sérstakan áhuga, hvað þá persónuleika hans eða hinna sex stóru kosningaloforða hans – sem innihalda ekki orð um fólksflutningana.“

„Þetta er líka ástæðan fyrir því, að ég ákvað að gefa kost á mér. Á tveimur vikum hefur Umbótaflokkurinn „Reform UK“ blásið lífi í þessar þingkosningar uppvakninga og hefur náð meira fylgi en Tories í helstu skoðanakönnunum. Við höfum unnið stuðning milljóna manna um allt land sem einfaldlega hafa fengið nóg af kerfisflokkunum.“

Ekkert pláss fyrir Farage í sökkvandi skipi Íhaldsflokksins

Utanríkisráðherra Íhaldsflokksins ásakar mig í móðgun á lægsta plani um helgina fyrir að nota „urrdan – bíttann“ pólitík til að spila á útbreidda fordóma. Eins og alltaf þá beinist mesta móðgunin hér að kjósendum, sem snobbar eins og Cameron lávarður frá Chipping Norton líta á sem heimskar rollur til að smala í kvíarnar. Ég treysti góðri dómgreind bresku þjóðarinnar til að sjá í gegnum svona Tory-fordóma.“

„Cameron hefur rétt fyrir sér með einn hlut. Það er „ekkert pláss fyrir Farage“ í þessu sundurleita, sökkvandi skipi íhaldsflokksins. Minn staður er að leiða raunverulega andstöðu við Verkamannaflokkinn og byggja upp andstöðu við ógn eins flokks ríkis á næstu fimm árum. Síðustu íhaldsmenn í Tory flokknum, eins og Suella Braverman, eru mjög velkomnir að taka þátt í uppreisninni.“

Farage sagðist ætla að nota kosningarnar 2024 til að koma á „brúarsporði“ í neðri deild þingsins og verða forsætisráðherra 2029.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa