Ungverjaland er síðasta von Evrópu

Trump Jr og Orban.(Myndir © Gage Skidmore, CC 2.0 / © European Union, 2024, CC 4.0).

Fyrir nokkrum dögum sektaði Evrópudómstóllinn Ungverjaland um 200 milljónir evra fyrir „óhóflega stranga fólksflutningastefnu.“ Fyrir hvern dag sem landið opnar ekki landamærin fyrir ólöglegum innflytjendum, þá hækkar sektarupphæðin um eina milljón evra. Viktor Orban forsætisráðherra ætlar hins vegar ekki að fylgja slæmri reynslu fávísra sænskra stjórnmálamanna og eyðileggja friðinn í Úkraínu um komandi kynslóðir. Ungverjaland er í reynd síðasta von Evrópu.

ESB-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að einstök ríki í ESB hafi ekki rétt til að ákveða sjálf hverjum og hversu mörgum þau hleypa inn í landið. Þau eru þrælar þeirrar fólksflutningastefnu sem framkvæmdastjórn ESB hefur búið til í Brussel. Orbán segir að „svo virðist sem ólöglegir innflytjendur séu mikilvægari fyrir búrókratana í Brussel en þeirra eigin landsmenn.“ Hann segir einnig:

„Það eru ekki til nógu mikið af peningum í öllum heiminum til að ESB geti þröngvað innflytjendum inn í landið eða komið börnum okkar í hendur LGBTQ aðgerðasinna. Það er ómögulegt.“

Síðasta von Evrópu

Á fimmtudaginn kom Donald Trump Jr. í heimsókn til Mathias Corvinus háskólans í Búdapest, sem er ein stærsta einkarekna menntastofnun í Ungverjalandi. Þar ræddi hann m.a. um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, innanríkisstjórnmál og heimspólitík. Í pallborðsumræðum var einnig rætt um þær hindranir, sem íhaldsmenn standa frammi fyrir í núverandi pólitísku andrúmslofti. Donald Trump Jr. sagði:

„Heilbrigð skynsemi er allt annað en algeng þessa dagana hjá stjórnvöldum, í menntamálum, í heiminum almennt og í öllum stofnunum sem við höfum samskipti við á hverjum degi.“

Hann bætti því við, að bandarískir íhaldsmenn líti á Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sem frábæran leiðtoga sem setur Ungverjaland fyrst og sagði

„Ungverjaland er síðasta von Evrópu.“

Fyrsta verkið að stöðva Úkraínustríðið

Trump yngri sagðist hafa kannað víðtæk tengsl á milli spillingu innan stofnana og hlutdrægni í fjölmiðlum. Hann benti á, að tiltrú almennings hafi rýrnað á lýðræðinu í Bandaríkjunum. Hann segir saksóknir og sakfellingu föður tilheyrandi þessari spillingu og hlutdrægni.

„Fyrst þeir geta gert honum þetta, þá munu þeir gert það sama gegn hverjum sem er.“

Þegar Trump yngri var spurður hvert fyrsta skref Donald Trump væri ef hann myndi vinna forsetakosningarnar, þá svaraði Trump yngri að það yrði að binda enda á stríðið milli Rússlands og Úkraínu.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa