Úr faðmi útrásarvíkinga í faðm glóbalista

Áður en Ólafur Ragnar Grímsson tók þá ákvörðun að neita að skrifa undir Icesavelög fyrstu „hreinu“ vinstri stjórnarinnar á Íslandi var hann staddur í slæmum gír. Sumir muna kannski eftir áramótaskaupi RÚV sem sýndi svallveislu á Bessastöðum þar sem húsráðandi gekk um meðal útrásarvíkinga sem voru í annarlegu ástandi og búið var að negla fjallkonuna fasta á vegginn. Eftir þessa niðurlægingu virtist sem ÓRG hugsaði sitt ráð og vildi bæta mannorðsskaðann með því að vinna fyrir þjóðina í staðinn. Sem og hann gerði ágætlega með vísun til stjórnarskrárinnar við þjóðaratkvæðagreiðslur um Icesave. Núna rúmum áratug síðar stendur ÓRG fyrir Artic Circle og Hringborði Norðursins í Hörpu og að hans sögn verður „loftslagskreppan“ eitt helsta umræðuefnið.

Skiljanlega vill fyrrverandi forseti Íslands kæla niður þá stiknun jarðarbúa sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna Guterres boðar. Kannski líta margir loftslagspostular heitari landa með öfundaraugum til norðurs þar sem ísjakar standa enn í vegi fyrir hlið helvítis. Guterres ásakar mannkyn um að hafa „opnað hlið helvítis“ og að allir munu stikna á báli hamfarahlýnunar. Áður fyrr var hann varkárari í orðavali og sagði aðeins, að mannkynið væri „á hraðbrautinni til helvítis.“ Í viðtali við einkaútvarpsstöð í gær sagði Ólafur, að fulltrúar Sameinuðu þjóðanna kæmu til Íslands núna til að ræða loftslagsmálin við hringborð norðursins. Þar með opnar hann dyrnar fyrir loftslagstrúboð með glæsilegri framtíðarsýn helvítis.

Með því að ganga í lið stærstu loddara mannkynssögunnar sem ljúga því upp á saklaust fólk, að koltvísýringur hafi áhrif á hitastig jarðar, þá má segja að ÓRG hafi endanlega tekið skrefið frá útrásarvíkingunum til glóbalistanna. Það verður áhugavert að fylgjast með áróðri glóbalista á þessari ráðstefnu í ár. Ekki er víst að það helvítishrun sem þeir boða mannkyni gefi ÓRG annað tækifæri til að bæta mannorðið eins og honum tókst eftir Icesafehrun útrásarvíkinganna íslensku. Til þess þyrfti hann vettvang hinnar nýju heimsstjórnar sem Sameinuðu þjóðirnar boða í náinni framtíð.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa