Útvarp-Saga & Fréttin.is skúbba 4-ða valdið

Hallur Hallsson, blaðamaður, tekur undir ummæli Douglas Macgregor um mistök ríkisstjórnarinnar að loka sendiráðinu í Moskvu. Hallur bregður upp mynd af friðarríkinu Íslandi sem ráðandi stjórnmálamenn skilja ekki, hunsa eða svíkja. Ríkisstyrktir rétttrúnaðarmiðlar 4-ða valdsins fá verðskuldaða ákúru. Öðru vísi fréttir eru betri og vaxandi valkostur. Saga Íslands hrópar á frið.

Hallur Hallsson skrifar:

Tveir fjölmiðlar; Útvarp Saga og vefmiðillinn fréttin.is halda úti öðru vísi fréttum en „fjórða vald ríkisins.“ Í vikunni skúbbuðu Saga og fréttin.is með eftirminnilegum hætti. Á fréttin.is voru Margrét Friðriksdóttir og Gústaf Adolf Skúlason með ítarlegt viðtal við bandaríska herforingjann fyrrverandi Douglas Macgregor, eftirsóttasta óháða álitsgjafa veraldar um Úkraínu. Í Moskvu hefur Haukur Hauksson verið fréttamaður „Radio Saga.“ Í vikunni lagði Haukur ásamt fjölda alþjóðafréttamanna fram spurningar til Maríu Zakharovu talsmanns utanríkisráðuneytis Rússlands. Þetta gerir Haukur reglulega og flytur hlustendum Útvarps Sögu fregnir úr Austurvegi.

Margrét Friðriksdóttir Fréttin.is, Douglas Macgregor ofursti og Gústaf Adolf Skúlason.

GLATAÐ FRIÐARTÆKIFÆRI

Macgregor segir í viðtalinu að Ísland hafi misst af tækifæri til þess að vera rödd friðar í Úkraínu og það hafi verið hörmuleg mistök að loka sendiráði Íslands í Moskvu. Ég hygg að allur almenningur sé sammála. Macgregor kveður um 500 þúsund Úkra fallna. Þeirra blóð er á höndum Nato og úkra sem fóru með stríði á hendur rússnesku mælandi íbúum Donbass.

Á Útvarpi Sögu eru daglega óritskoðaðir símatímar þar sem fólkið í landinu lætur rödd sína heyrast, besta útvarpsefni okkar tíðar sem ber að varðveita. Raddir fólksins í landinu eru af ólíku sauðahúsi en elítudekur RÚV þar sem hrossahlátur kvað við þegar Nóbelslyfið Ivermectin var uppnefnt hrossamixtúra að skipan Landlæknis. Vá, hvað hyskið á eftir að skammast sín.

Arnþrúður Karlsdóttir, Haukur Hauksson og Pétur Gunnlaugsson, Útvarpi Sögu.

SAGA ÍSLANDS HRÓPAR Á FRIÐ

Allt í sögu okkar hrópar á Ísland sem rödd friðar. Ég hef nefnt arfleifð Snorra Sturlusonar sem er vanvirt. Forfeður okkar, stofnendur hins íslenska fullveldis 1918 hétu ævarandi vopnleysi og hlutleysi. Ólafur Thors neitaði að lýsa stríði á hendur möndulveldum Þýskalands og Japan. Hversu flott var það? Ég var á Sjónvarpinu þegar Reagan og Gorbatsjov hittust í Höfða sem varð alþjóðlegt friðarsetur.

Davíð Oddsson

Bobby Fischer [1943-2008] var ofsóttur fyrir að tefla í Serbíu 1992. Hann fór huldu höfði í mörg ár rændur af ófriðarstjórn Clinton. Þegar Fischer sat í fangelsi í Tokyo, þá ögraði Davíð Oddsson Washington. Davíð knúði í gegn íslenskan ríkisborgararétt Fischer til handa. Árið var 2005. Friðarsúla var fyrst tendruð 2007 til minningar um John Lennon.

Nú eru tímar ófriðar; Keflavíkurflugvöllur notaður til skæruárása þegar P-8 ratsjárþota virkjaði sprengjur á gasleiðslum Nordstream, kjarnorkukafbátar sækja vistir í Helguvík og B-2 kjarnorkuvirki taka lágflug yfir Reykjavík. Friðarsúla í Reykjavík er öfugmæli. Kata who-litla sögð bjóða sig til forseta. Úfff …

ÚTÞENSLUSTRÍÐ NATÓ

Bjarni Benediktsson

Olíu er kastað á ófriðarbálköst Úkraínu til útþenslu Nató. Þórdís Reykás var afleit en þó Bjarni Ben sé ekki jafn tilfinningavilltur þá er hann jafn vegvilltur. Bjarni Ben formaður Sjálfstæðisflokksins er arftaki Ólafs Thors, nafna síns og Davíðs Oddssonar. Í ræðu á dögunum hélt Bjarni Ben fram vitleysu ófriðar og haturs augljóslega ófróður um sögu okkar, tekur upp bull og lygar heilaþveginna kjána í utanríkisráðuneytinu þar sem hreinsa þarf til. Bjarni Ben boðar útgjöld til hermála og fjáraustur í Nato. Hversu vont er það?

BjarniBen hefur þurft að leita til óbreytts Íslendings í Moskvu til milligöngu íslenskra fiskhagsmuna í Barentshafi því sendiráðið er lokað. Hversu vont er það? Bjarni Ben veit ekki að Rússland er mesta efnahagsveldi Evrópu farið fram úr Þýskalandi. Hann virðist halda að Rússland sé á pari við Spán. Hversu vont er það? Bjarni Ben veit ekki að við erum vitni að hrunadansi Ameríku, hruni dollars … og líkt og Macgregor segir; íslensku krónunnar. Hversu vont er það?

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa