ESB-þingið (Mynd © EU – EP CC 4.0).
Það lítur út fyrir að 30 ESB-þingmenn frá sjö löndum undir forystu Valkostar fyrir Þýskaland „Alternative for Germany, AFD,“ stofni nýjan íhaldsflokk á ESB-þinginu, segir í frétt Remix News.
Nýi hópurinn mun að sögn heita Fullveldissinnarnir „The Sovereignists.“ Flokkar eins og „SOS Romania“ í Rúmeníu, spænska „SeaAcabo La Fiesta,“ „Lýðræðislega föðurlandshreyfingin í Grikklandi,“ „Pólska sambandið,“ „Lýðræðishreyfing Slóvakíu“ og „Föðurland vort“ í Ungverjalandi.
Föðurlandi vort segir við Euractiv að það sé „í miðjum samningaviðræðum“ við Valkost fyrir Þýskaland.
Skilyrðin fyrir stofnun stjórnmálahóps á ESB-þinginu eru lágmark 23 meðlimir frá að minnsta kosti sjö aðildarríkjum. Flokkar sem eru hluti af flokkshópi á þinginu fá meiri fjárstuðning og hafa meiri áhrif en ef þeir væru án hóps. Ef allir ofangreindir íhaldsflokkar ná samkomulagi um samstarf er um 32 meðlimi frá sjö aðildarríkjum að ræða.
Nýi flokkshópurinn yrði þriðja fylking hægri manna á ESB þinginu við hlið evrópskra íhaldsmanna og umbótasinna „European Conservatives and Reformists, ECR,“ og Auðkenni og Lýðræði „Identity and Democracy, ID.“