Vandi á höndum þegar sólarorka fær stærra pláss í orkukerfinu

Sú staðreynd að vindorka er óáreiðanlegur orkugjafi og framleiðir aðeins rafmagn, þegar það er hvasst, hefur vakið töluvert mikla eftirtekt að undanförnu. Samhliða því eykst framboð sólarorku en veðurfarslegir ókostir hennar hafa bókstaflega fallið í skuggann.

Danir hafa innleitt ágenga fjárfestingu í endurnýjanlegum orkutegundum. Neikvæðar afleiðingar vindorkunnar hafa komið fram að undanförnu t.d. vara aðilar viðskiptalífsins í Svíþjóð við fjárfestingum í vindorku sem þeir segja að sé örugg ávísun á tap og gjaldþrot. Svipað er núna farið að gera vart við sig með sólarorkuna. Hversu sjálfsagt mál sem það kann að virðast, þá hefur græna sýkin gert menn blinda fyrir þeirri staðreynd, að sólarrafhlöður framleiða bara rafmagn þegar sólin skín. Á nóttunni er því engin raforkuframleiðsla og þegar himinninn er skýjaður, þá dregur mjög úr raforkuframleiðslunni.

Afhendingaröryggi ekki tryggt

Þetta verður sífellt mikilvægara, þegar hlutur sólarorku til rafmagnsframleiðslu stækkar. Í Danmörku, þar sem slík þróun hefur verið hröð, heyrast nú raddir sem vara við viðkvæmni sólarorku sem dregur úr stöðugleika í danska raforkukerfinu. Þetta er sérstaklega brýnt, því stjórnmálamennirnir eru að skipuleggja enn fleiri og stærri sólarorkugarða í Danmörku. Klaus Winther, forstöðumaður kerfisrekstrar hjá danska orkunetinu segir í samtali við Teknisk Ukeblad:

„Ef þú hefðir spurt mig fyrir þremur árum, þá hefði ég sagt að við gætum nýtt mikla sólarorku. Í Danmörku höfum við haft sólarrafhlöður á húsaþökum í mörg ár. En núna veit ég betur.“

Klaus Winther er einn þeirra sem vara við því hvernig mikil sólarorka í raforkukerfinu stofnar afhendingarörygginu í hættu, landið getur orðið rafmagnslaust að hluta til, þegar ský dregur fyrir sólu. Í Svíþjóð er enn meiri hætta fylgjandi of mikilli sókn í sólarorku vegna norðlægari staðsetningin og færri sólskinsstunda.

Verður enn erfiðara

Danmörk hefur þegar byggt sólargarða sem – við hagstæð veðurskilyrði – skila 300 MW. Bráðum verða ný sólarorkuver tekin í notkun, sem geta skilað tvöfalt meira rafmagni á pappírnum. Winther segir það erfiðleikum bundið að hafa hafa fullkomna stjórn á sólarorkuveri upp á 600 MW með þeim stjórnbúnaði sem er í dag. Staðreyndir er sú, að vandamál eru með stærstu sólarorkuverin í dag, þótt þau séu helmingi minni. Þau eru beintengd dreifikerfinu og valda miklum sveiflum í kerfinu sem erfitt er að stjórna, sérstaklega á dögum með breytilegu skýjafari og sólin birtist og hverfur allan tímann. Winther segir:

„Við sjáum þetta gerast bæði fyrir norðan og sunnan á sama tíma. Danmörk er ekki stærri en það. Þetta gefur nokkur hundruð megavatta sveiflu á milli stöðvanna.“

Græna æði stjórnmálamanna til vandræða

Winther varar við grænum ákafa danskra stjórnmálamanna sem vilja byggja enn stærri sólarorkuver. Þau 600 MW sem fyrirhuguð eru á næstunni er aðeins byrjunin. Það mun óhjákvæmilega skapa mikil tæknileg vandamál eins og komu í ljós þann 31. ágúst í ár sem var skýjaður dagur. Línuritið sem Klaus Winther sýndi um sveiflur í raforkuframleiðslunni má líkja við hjartalínurit einstaklings eftir alvarlegt hjartaáfall.

Þegar ský dregst fyrir sólu þarf að bæta upp 300 MW tap með skjótum handabrögðum til að viðhalda stöðugleika raforkukerfisins. Skjótu handabrögðin þýða dísilknúnar rafstöðvar sem losa bæði gróðurhúsalofttegundir og eiturefni út í andrúmsloftið.

Skattgreiðendur munu fá á sig höggið

Vandamálið er líka, að á meðan sólarorkufyrirtækið innheimtir hagnaðinn af raforkunni sem þeir afhenda, þá þurfa skattgreiðendur að borgar reikninginn fyrir aukaorkuna, þegar sólarfyrirtækið framleiðir ekki rafmagn. Sá reikningur er ekki lítill. Að sögn Winther er orkunetið (lesist: skattgreiðendur) að eyða „óheyrilegum fjármunum“ í að styðja raforkukerfið. Ef sólarorkuleitendur fá sínu fram munu upphæðirnar einungis stækka á næstunni.

En jafnvel þótt skattgreiðendur séu tilbúnir að borga reikninginn, þá dugar orkuforðinn ekki til. Í dag eru þeir aðeins með um 100 MW í sjálfvirkum varaforða. Eftir því sem þörfin eykst verður því að kaupa inn rafmagnið að utan með háum kostnaði fyrir utan að rafmagnið er oft framleitt með kolum eða olíu sem minnka eða þurrka út grænu kosti sólarorkunnar.

Erfiðara að spá um skýjafar en vindhraða

„Áskoranir“ sólarorku eru enn fleiri en vindorku. Jafnvel þótt nútíma veðurfræði geti ekkert gert til að koma í veg fyrir logn, þá eru menn nokkuð góðir í að spá fyrir um hvenær lognið kemur. Þá er hægt að skipuleggja notkun annarra orkugjafa. Veðurfræðingar eru langt frá því að vera eins góðir í að spá um hvenær ský dregur fyrir sólu. Rannsóknir á vegum dönsku veðurstofunnar standa yfir til að geta spáð betur fyrir um breytileika skýja. Ekkert bendir til þess að hægt sé að búa til vinnulíkan sem getur reiknað út hraðar breytingar skýja til að hægt sé að viðhalda stöðugleika á raforkukerfinu .

Fólk óhresst með að þurfa að borga kostnaðinn fyrir græna stjórnmálamenn

Annað áhyggjuefni er að stjórnmálamennirnir hafa í grænni vímu skapað brenglaða hvata fyrir rekstraraðila sólarorku með fjárhagslegum skuldbindingum ríkisins. Winther segir að hætta verði við þessa samninga. Ef þeir gilda í langan tíma er erfitt að fella þá niður án dýrra skaðabótamála. Vandinn og áskoranirnar við að sólarorkan fái meira rými í raforkuframleiðslunni skapa hrópandi þörf á þróun nýrrar tækni fyrir inntak, aftengingu og spennustjórnun á raforkukerfinu.

Danmörk er ekki eina landið sem glímir við þessar áskoranir sólarorkunnar. Orkunetsfyrirtækin í bæði Noregi og Danmörku vinna ötullega að því að reyna að ná tæknilegri stjórn á grænu stjórnmálaákvörðunum. Sósíaldemókratar og Græningjar í Svíþjóð ákváðu að leggja niður stóran hluta kjarnorkuvera sem gert hefur ástandið margfalt verra. Fólk í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er ekki ánægt með að þurfa bera byrðarnar af vanhugsuðum grænum ákvörðunum stjórnvalda.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa