Varúð! Núna koma dönsku bændurnir

Bændauppreisnin gæti náð til Danmerkur. Í landi eftir landi halda evrópskir bændur áfram að mótmæla stjórnmálamönnum og grænum ofurreglum sem virðast hafa það markmið að gera landbúnaðinn gjaldþrota. Bændauppreisnin breiðist til Norðurlanda, danskir ​​bændur ræða um mótmælaaðgerðir í Danmörku.

Bændur hrista upp í stjórnmálunum eins og í Hollandi, þar sem eftirlætisstjórnmálamaður glóbalismans, Mark Rutte varð að flýja stjórnmálavöllinn, þegar árásir ríkisstjórnar hans sem vildi þvinga bændur til nauðungarsölu á jarðeignum sínum mistókust. Í Þýskalandi og Frakklandi hafa mótmælin knésett stjórnmálamenn og í Brussel, höfuðborg Belgíu, jusu reiðir bændur mykju og eggjum á ESB-þingið.

CO2-skattur gæti ræst dráttarvélarnar í gang gegn stjórnvöldum

Óánægja er einnig í uppsiglingu í Danmörku, sérstaklega gegn áformum ríkisstjórnarinnar um að taka upp koltvísýringsskatt sem er nýtt atriði í loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Þýðir það, að bændur þyrfa að greiða gjöld fyrir hvers kyns koltvísýringslosun.

Til viðbótar við það sem losnar frá landbúnaðarvélum, eiga bændur einnig að greiða fyrir það sem kemur frá búfé og öðrum hlutum landbúnaðarframleiðslunnar. Jens Peter Aggesen, formaður samtakanna Agerskovgruppen skrifar í fréttatilkynningu.

„Fastur skattur á alla koltvísýringslosun frá landbúnaði í Danmörku þýðir, að Danir munu borða erlendan mat. Matvæli sem framleidd eru í löndum þar sem enginn CO2-skattur er á matvælaframleiðslunni. Það mun því ekki minnka heildarlosun gróðurhúsalofttegunda plánetunnar, heldur þveröfugt.“

Ef slíkt gjald verður tekið upp, þá lofar Aggesen, að hundruð dráttarvéla muni rúlla í átt að Kristjánsborgarkastala, þar sem danska þingið og forsætisráðuneytið eru til húsa. Ef CO2-gjald verður tekið upp, þá segir Aggesen að líkja mætti því við „þjóðernishreinsanir“ þar sem heil starfsstétt muni hverfa.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa