Velferðakostnaður úr böndunum í Þýskalandi – 47,3% viðtakenda eru útlendingar

Nýjar tölur í Þýskalandi sýna, að mikill hluti viðtakenda í velferðarkerfinu eru útlendingar. Kostnaður velferðarkerfisins ríkur upp úr öllu og voru 42,6 milljarðar evra greiddar í svo kölluð „borgaralaun“ árið 2023 samanborið við 36,6 milljarða evra árið 2022.

5,49 milljónir manns eru á félagsbótum til að geta lifað og af þeim voru um það bil 47,3% útlendingar sem er fjórum prósentum meira en árið 2022.

Samkvæmt gögnum stjórnvalda sem Rene Springer, þingmaður Valkosts fyrir Þýskalands, fékk eftir beiðni til þingsins, þá var einnig nýtt 6,3 milljarða evru met sett vegna kerfiskostnaðar við að reka velferðarkerfið. Að þessum kostnaði viðbættum nemur heildarkostnaður velferðarmála 48,9 milljörðum evra. Tímaritið Bild bendir á, að þessi tala sé 14,8% hærri en árið 2023, 18,4% hærri miðað við 2020 og 23% hærri miðað við 2015.

Stærsta viðskiptasamband Þýskalands, DHK, sakar vinstri-frjálslynda ríkisstjórn Þýskalands um að skapa vísvitandi vandamál sem rýrir ríkiskassa Þýskalands og eykur atvinnuleysið. Valkostur fyrir Þýskaland gaf út yfirlýsingu um þennan hækkandi kostnað félagsbóta og skrifar:

„Hvaða land í heiminum lætur arðræna sig á þennan hátt? …Hlutfall fólks sem þiggur bætur hefur meira en tvöfaldast miðað við 2010 (19,6%). Og við erum einungis að tala um fólk sem hefur ekki þýskan ríkisborgararétt. Þýskir ríkisborgarar með innflytjendabakgrunn eru ekki teknir með í þessum 47,3%.“

Valkostur fyrir Þýskaland bendir á, að margir þýskir viðtakendur voru nýlega útlendingar en eftir að þeir fengu þýskan ríkisborgararétt, þá eru þeir einfaldlega skráðir sem Þjóðverjar í tölfræðinni. Þýsk stjórnvöld rekja ekki innflytjendabakgrunn einstaklinga eftir að þeir hafa fengið þýskan ríkisborgararétt sem einnig gildir um afbrotatölur. Samt sem áður sýna glæpatölur, að 41% allra glæpa og 6 af hverjum 10 ofbeldisglæpum eru framdir af útlendingum.

Gögnin gerir að engu fullyrðingar um að nýliðar muni hjálpa til við að borga í þýska lífeyriskerfið og auka eftirspurn frá þýska iðnaðinum, sem leitar með stækkunargleri að hæfum starfsmönnum. Gögnin sýna einnig, að þýska ríkið eyddi 48,2 milljörðum evra í kostnað við farandfólk, eins og félagslegt húsnæði, lækniskostnað, menntun, aðlögunarnámskeið o.s.frv.

Kristilegir demókratar (CDU), sem voru að miklu leyti ábyrgir fyrir mörgum þeirra farandverkamannanna sem komu til Þýskalands á tíma Angelu Merkel, hafa einnig fordæmt þennan hækkandi kostnað. Efnahagssérfræðingurinn Jens Spahn segir marga græða meira á því að þiggja borgaralaun og vera atvinnulausir heldur en að fá sér vinnu. Hann sagði í samtali við Bild:

„Borgaralaun setja stöðugt neikvæð met í því að koma í veg fyrir störf og hækka kostnað. Miklum meirihluta Þjóðverja finnst þetta alfarið óréttlátt. Það ætti að afnema borgaralaunin.“

Samkvæmt vinnumiðluninni eru 2,6 milljónir borgarastyrkþega útlendingar, sem fjölgaði um 368.000 eða 16,5% frá 2023.

Byggt á greinum rmx.news

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa