Vestrænir leiðtogar keppast um að fordæma friðarumleitanir Viktor Orbáns

Gremja leiðtoga ESB, Nató og Bandaríkjanna er mikil yfir friðarviðræðum Viktor Orbáns sem eftir heimsókn í Kænugarð og Rússland fór til Kína í sömu erindagjörðum. ESB-elítan hrín í einum kór, að Orbán hafi alls ekkert umboð til að boða neinn frið af hálfu ESB. Stríð er það sem gildir og bannað að tala við Pútín.

Jens Stoltenberg, stoltur aðalritari Nató og einn helsti stríðsæsingamaður samtímans segir, að Rúsar gætu ekkert í Úkraínustríðinu ef þeir nytu ekki aðstoðar Kínverja. Stoltenberg sagði í viðtali við CBS:

„Kína er helsti bandamaður Rússlands sem gerir árásarstríð Rússlands mögulegt.“

Samkvæmt kínverska ríkissjónvarpinu þá hvetur Xi Jinping heiminn til að aðstoða við að koma á friði á milli Rússlands og Úkraínu. Orbán er sagður hafa tekið undir þann boðskap sem jákvæðan og öflugan.

Refsiaðgerðir Vesturlanda og Úkraínustríðið hefur ýtt Rússlandi nær Kína, Íran og Norður-Kóreu. Nýlega skrifuðu Rússland og Norður-Kórea undir varnarsamning á milli landanna.

En í staðinn fyrir að hvetja til friðar keppast leiðtogar Vesturlanda hver við annan að fordæma friðarviðræður Viktor Orbáns. Robert Habeck aðstoðarkanslari Þýskalands sagði samkvæmt Reuters:

„Ungversk stjórnmál endurspegla sjaldan kjarnann í hugsun Evrópusambandsins.“

Almenningur í Evrópu gagnrýnir afstöðu ESB og óvilja að ræða friðsamlega lausn deilunnar. ESB hefur ekki svo lítið gortað sig af því, að friður hafi haldist í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina „þökk sé stofnun Evrópusambandsins!“ Núna gera valdhafar miðstjórnarinnar í Brussel allt sem í þeirra valdi stendur til að kasta Evrópu út í þriðju heimsstyrjöldina sem mun gera það illmögulegt að lifa í Evrópu á eftir ef af verður.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa