Við verðum að bjarga landinu frá þessum sjúku kommúnistum

Donald Trump hefur ekkert á móti því að verða ígildi Nelsons Mandela í Bandaríkjunum. Það verður að bjarga Bandaríkjunum, segir hann. Ekki fremst undan erlendum ógnum, því þær eru ekki svo erfiðar viðureignar, heldur undan því „sjúka fólki“ sem hefur tekið völdin í landinu.

Donald Trump talaði meðal annars um ákærurnar á hendur sér í ræðu í New Hampshire fyrr í vikunni:

„Þeir eltast bara við fólk sem efast um kosningaúrslitin, ekki þá sem svindluðu. Þeir ganga lausir. Ef þú efast um niðurstöðu kosninga, þá elta þeir þig uppi og ógna þér. En við verðum ekki hrædd.“

Að sögn Trump eru innanlandsógnirnar í Bandaríkjunum mun verri en í öðrum löndum. Hann bar sig saman við Nelson Mandela:

„Ég hef ekkert á móti því að vera Nelson Mandela, því ég geri það af ástæðu. Við verðum að bjarga landinu okkar frá þessum fasistum, þessum vitfirringum sem við erum að fást við. Þetta er hræðilegt fólk sem er að eyðileggja landið okkar. Ég er að tala um ógnir sem koma innan frá og ógnir að utan. Ógnirnar innanlands eru mun hættulegri en þær sem koma frá Kína og Rússlandi.“

„Þetta sjúka fólk sem er inni í landinu okkar, þessir fasistar, marxistar og kommúnistar…Munið ég hef sagt það áður – Við munum aldrei verða sósíalísk þjóð. Aldrei!“

Sjá má og heyra ræðu Trumps hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa