Viktor Orbán fer til Kænugarðs og ræðir friðarmöguleika við Zelensky

Viktor Orbán ferðast til Kænugarðs á þriðjudag til að hitta Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu. Orbán mun meðal annars beita sér fyrir friðsamlegri lausn í Úkraínustríðinu. Hann mun einnig ræða framkomu yfirvalda í Úkraínu við ungverska minnihlutanum í landinu.

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur lengi mælt fyrir friðsamlegri lausn á milli Úkraínu og Rússlands og lagst gegn því að vestræn ríki sendi vopn til að styðja úkraínska herinn.

Reuters greinir frá því, að Orbán fari til Kænugarðs í dag, þriðjudag, til að ræða við Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu. Ungverjaland fer núna með formennsku í leiðtogaráði EU til loka árs og getur því einnig beitt sér í því hlutverki.

Friður er mikilvægasta viðfangsefnið

Bertalan Havasi, fjölmiðlafulltrúi Orbáns, segir að mikilvægasta umræðuefnið á dagskránni sé „möguleiki til að skapa frið“ – sem gæti þýtt að Orbán muni skora á Úkraínu að hefja friðarviðræður við Rússa. Orbán hefur áður lagst gegn inngöngu Úkraínu í ESB og Nató til að forðast stigmögnun átakanna.

Þetta er í fyrsta sinn síðan stríðið fór á fullt ár 2022 sem Orbán heimsækir Kænugarð. Auk þess að ræða möguleika á friðsamlegri lausn, þá mun Orbán einnig ræða um þann mismun sem hann telur að úkraínsk yfirvöld sýni ungverska minnihlutanum í Úkraínu.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa