Viktor Orbán leggst gegn aðild Úkraínu að ESB

Viktor Orbán styður ekki inngöngu Úkraínu í ESB. Hann segir að ,,Úkraína eigi langt í land til að geta orðið meðlimur.“ Ursula von der Leyen, forstöðukona framkvæmdarstjórnar ESB, hyllir Úkraínu og segir landið tilbúið að hefja aðildarumsóknarferlið til að gerast meðlimur í ESB. En allir eru ekki á sama máli og hún.

Samkvæmt AP, þá tilkynnti Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, að hann muni ekki styðja ákvörðun um, að ESB hefji aðildarviðræður um aðild Úkraínu að sambandinu:

„Úkraína er langt í frá tilbúin til að semja um markmið sín að ganga í Evrópusambandið. Skýr afstaða Ungverjalands er sú, að samningaviðræður eigi ekki að hefjast.“

Til þess að nýtt land geti orðið aðili að ESB, þá þurfa öll aðildarríki ESB að samþykkja nýja landið Þar sem Ungverjaland leggst gegn aðildarviðræðunum við Úkraínu, þá þýðir það að Úkraínu verður ekki tekið með sem fullgildur umsóknaraðili, þegar sambandið greiðir atkvæði um málið í desember.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa