StjórnmálaflokkurinnValkostur fyrir Þýskaland, Alternative for Germany, AfD, hélt sitt árlega flokksþing um helgina í borginni Essen í vestur-þýska fylkinu Nordrhein-Westphalia (NRW). Þurfti að kalla til 4000 lögreglumenn til að halda uppi lögum og reglu og tryggja að þáttakendur gætu farið inn í Grugahalle, þar sem flokksþingið var haldið. Junge Freiheit segir frá því, að vinstri óeirðaseggir reyndu að hindra fólk frá því að komast án þess að það hefði tekist.
„Eitt tré, eitt reipi, einn nasistaháls“
Vinstri óeirðaseggirnir voru í morðhug og hrópuðu „Eitt tré, eitt reipi, einn nasistaháls.“ Samtímis ásakar þetta fólk lögregluna fyrir að vera „morðingja og fasista.“ Junge Freiheit bendir á að engir innflytjendur hafi tekið þátt í óeirðunum heldur virðist sem að þar séu unglingar úr millistétt Þýskalands að verki.
Alice Weidel annar flokksritaranna sagði í opnunarræðu sinni að óeirðaseggirnir reyndu að eyðileggja lýðræðið í Þýskalandi:
„Með því að vera að þessu sýna þau að þau berjast gegn grundvallarreglum lýðræðisins gegn stjórnarskránni.“
Kratar, græningjar og vinstrimenn styðja ofbeldi gegn Valkosti fyrir Þýskaland
Toppframbjóðandi Vinstri flokksins, Karola Rackete, er aðgerðarsinni og hefur tekið þátt í „björgun“ innflytjenda á Miðjarðarhafi í samstarfi við mannsmyglara. Hún segir flokk sinn vera þátttakanda í mótmælunum. Æskulýðsdeild Umhverfisflokksins tekur þátt í aðförinni gegn lýðræði og málfrelsi. Dæmi eru um að mótmælendur komi langt að og ferðist á fyrsta farrými.
AfD hefur áður upplýst að mótmæli öfga vinstrisinna, sem fá mikla athygli í erlendum stofnanafjölmiðlum, séu skipulögð af jafnaðarmönnum, Græningjaflokknum og Die Linke sbr. tíst Beatrix von Storch hér að neðan: