Vonin snýr tilbaka með nýjum forseta Argentínu

Fyrrverandi fótboltastjarna og rokksöngvari, nýkjörinn forseti Argentínu. Javier Milei hefur alla ástæðu til að fagna með landsmönnum sigri Frelsisflokks hans í nýafstöðnum kosningum. Hann vann forsetakosningarnar með 56% atkvæða en keppinauturinn Sergio Massa, fjármálaráðherra í sitjandi ríkisstjórn fékk 44%. Sjá má athyglisvert viðtal Tucker Carlson við nýja forsetann skömmu fyrir kosningaúrslitin neðar á síðunni.

Skömmu eftir að kjörstöðum var lokað og áður en endanlega var búið telja öll atkvæðin, þá tilkynnti Massa að hann hefði tapað að sögn El Pais. Í kjölfarið kom síðan staðfesting á sigri Mileis sem vann með 56% atkvæðum yfir 44% fylgi Sergio Massa. Hér má sjá sigurvegarann hlaupa upp á senuna, þegar úrslitin voru tilkynnt:

Hamingjuóskirnar berast víða að, hér má sjá kveðju Bolsonaro sem skrifar á X-inu að hann óski argentínska fólkinu til hamingju með sigurinn: „Vonin skín á ný í Suður-Ameríku.“

Tekur við þrotabúi sósíalista með yfir 150% verðbólgu

Milei hefur lofað að breyta stefnu landsins í efnahagsmálum. Hann mun skera verulega niður útgjöld í rekstri hins opinbera, meðal annars með því að tálga burt ráðherrastöður. Hann mun afnema þátttöku skattgreiðenda í alls kyns verkefnum og endurbæta skólakerfið. Argentína hrjáist af 150% verðbólgu eftir áralanga óstjórn vinstri manna. Milei hefur lofað að taka alla fjármálastjórn Argentínu til endurskoðunar. Hann lítur á Bandaríkin og Ísrael sem helstu bandamenn Argentínu. Í nýju viðtali við Times of Israel segist hann ætla að gerast gyðingur en heldur ekki, að hann geti sameinað trúskiptin með stjórnmálastarfinu á næstu misserum.

Í viðtali hjá Tucker

Í viðtalinu hjá Tucker Carlson lýsir Javier Milei því, hvernig sósíalískar hugmyndir hafa molað sundur efnahag Argentínu og skilið landið eftir á barmi gjaldþrots. Hann mun koma á frjálsum markaði og einkaeign og afnema gerræðislegt forræði ríkisvaldsins á mörgum sviðum. Til að mynda var stofnað sérstakt ráðuneyti fyrir réttindi kvenna en það hefur engum árangri skilað. Þar söfnuðust femínistar sem mjólkuðu skattgreiðendur og skrifuðu og sungu söngva. Tucker Carlson spurði Milei hvort konur væru hamingjusamar í Argentínu og svarið kom fljótt:

„Nei. Að mála bekki í rauðum lit og skrifa söngva leysir ekki vandamál kvenna. Einn af kostum frjálshyggjunnar er að lagalegt jafnrétti kynjanna verður tryggt. Miðað við þetta má spyrja af hverju það ætti þá ekki líka að vera sérstakt ráðuneyti fyrir karlmenn? Sósíalistarnir segja að allir fyrirtækjarekendur séu svín. Þeir borgi konum lægri laun og hugsi bara um að græða. Ef það væri satt ættu þá ekki öll fyrirtækin að vera yfirfull af konum?“

Hlýða má á viðtalið hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa