Vonlausa liðið á G7 fundinum táknar úrkynjun glóbalismans

Sunak, Von der Leyen, Trudeau, Biden, Abe, Meloni, Michel, Macron og Scholz. Tvö þeirra hefur enginn kosið og flestum öðrum hefur þegar verið hafnað.

G7 hópurinn sem upprunalega var G8 (Rússland var nýlega útilokað) var stofnaður sem pólitískur og efnahagslegur milliríkjavettvangur og myndaður af stórveldum vesturveldanna eftir seinni heimsstyrjöldina.

Hópurinn samanstendur af Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Japan, Bretlandi og Bandaríkjunum. Undanfarið hefur Evrópusambandið, sem „ótalinn meðlimur“ einnig orðið hluti af hópnum; – ekki með einum, heldur tveimur ókjörnum meðlimum: forseta framkvæmdastjórnar ESB og forseta leiðtogaráðs ESB.

G7-fundurinn á Ítalíu árið 2024 sýnir hreina hnignun þess heimsskipulags viðstaddir fulltrúar standa fyrir. Til að byrja með, þá eru sviptivindarnir í ESB táknrænir fyrir þá hægrisveiflu sem á sér stað um allan heim.

Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, berst fyrir stöðu sinni í næstu framkvæmdastjórn ESB. Charles Michel, forseti Evrópuráðsins, er keppinautur von der Leyen. Sögur ganga um ósætti milli þeirra og að hann vilji hefna sín vegna einræðisstíls hennar.

Til þess að vinna annað tímabil þarf Von der Leyen 361 atkvæði þingmanna á Evrópuþinginu, af alls 720. En European People’s Party (EPP) sem hún tilheyrir fær hefur aðeins 170 atkvæði.

Biden er dæmigerður fyrir hnignun hins fallandi heimsskipulags: Elliær, ráfandi um úti á túni.

Eini leiðtogi G7-ríkjanna sem er á uppleið er gestgjafinn, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Flokkur hennar Fratelli d’Italia reynir að mynda hóp á ESB-þinginu með Þjóðarbandalagi Marine Le Pen og Fidesz flokki Viktor Orbáns frá Ungverjalandi. CNN greindi frá því, að ímynd G7 hópsins í ár „væri ekki af leiðtogum á hátindi pólitísks styrkleika.“

Í staðinn mátti finna leiðtoga samankomna á lúxusdvalarstaðnum Puglia, sem eru í veikri stöðu heima fyrir vegna kosningaúrslita, hneykslismála og minnkandi áhrifa. Sjaldan hefur árlegur fundur helstu hagkerfa heims fallið jafn mikið í skuggann af pólitískri veikri stöðu næstum allra meðlima þess. Það vekur spurningar um hversu áhrifarík „stjórnarnefnd hins frjálsa heims“ eins og aðstoðarmenn Joe Biden Bandaríkjaforseta kalla G7, getur í raun verið andspænis reiði og óánægju eigin íbúa.

Hægri vindar blása í Evrópu og fram undan eru kosningar í Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum og útlit fyrir að stjórnarandstæðingar taki við. Í því samhengi er G7 leiðtogafundurinn núna að öllum líkindum sú veikasta samkoma leiðtoga sem nokkru sinni verið til sýnis, þar sem hinn úrkynjaði glópalistahópur rígheldur sér í örvæntingu við völd.

Politico greinir frá því, að Frakkinn Emmanuel Macron og Bretinn Rishi Sunak berjast báðir í snarpri kosningaherferð í síðustu viðleitni til að snúa við örlögum sínum. Þjóðverjinn Olaf Scholz var niðurlægður íhaldsöflum í nýafstöðnum kosningum til ESB-þingsins.

Justin Trudeau, forsætisráðherra í níu ár í Kanada, talar opinberlega um að hætta „brjálæðislegu“ starfi sínu. Japaninn Fumio Kishida mælist með minnsta persónufylgi. Svo er það Joe Biden. Hinn elliæri demókrati er í mikilli hættu á að tapa ekki aðeins kosningunum heldur einnig því sem eftir er af vitinu.

Þessi mynd fer um allt á samfélagsmiðlum og sýnir vonlausa liðið sem kallar sig leiðtoga G7 ríkjanna.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa