WHO boðar stórfellda aukningu krabbameins

Einhverra hluta vegna, þá fjölgar nýjum krabbameinstilfellum í heiminum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO sendir núna frá sér viðvörun á vefsíðu sinni um að fjöldi nýrra krabbameinstilfella muni aukast um 77% fram til ársins 2050.

WHO greinir frá því að gert sé ráð fyrir að krabbameinstilfellum í heiminum muni fjölga gríðarlega á næstu árum. Árið 2050 er áætlað að nýjum krabbameinstilfellum hafi fjölgað um 35 milljónir, sem er aukning um 77% samanborið við 20 milljónir nýrra tilfella árið 2022. WHO skrifar að um sé að ræða:

„Hraðvaxandi krabbameinsbyrði á heimsvísu“

Breska blaðið The Telegraph greinir frá því að búið sé að þróa „byltingarkennd krabbameinsbóluefni“ sem núna sé verið að prófa á sjúklingum. The Telegraph skrifar:

„Vísindamenn nota mRNA tæknina í Covid sprautunum til að búa til ný bóluefni sem geta meðhöndlað og jafnvel læknað krabbamein.“

Samkvæmt fréttastöðinni WFTV 9 er krabbamein að verða algengara alls staðar í heiminum. WHO reknar með að mest fjölgun verði í ríkum löndum með 4,8 milljónum nýrra krabbameinstilfella ári 2050. Búist er við að rík lönd – lönd sem eru hátt á HDI kvarða „Human Development Index“ – muni þjást af verstu fjölguninni með 4,8 milljónum nýrra tilfella árið 2050, samkvæmt WHO.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa