WHO segir „samsæriskenningar“ ógna heimsfaraldurssáttmálanum

Fyrirhuguð heimsfaraldursheimild WHO og breytingar á alþjóðlegu heilbrigðisreglugerðinni eiga á hættu að misheppnast. WHO varar við þessu vegna „falsfrétta, lyga og samsæriskenningar“ sem dreift er út um allt um lagabreytingarnar. Áætlanir glóbalistanna eru að „missa skriðþungann“ skrifar breska blaðið.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, lýsti yfir áhyggjum af því að áætlanir stofnunarinnar um heimsfaraldurssáttmála næðu ekki fram að ganga. Ástæðan er mikil gagnrýni á tillögurnar. Eða straumur „falsfrétta, lyga og samsæriskenninga“ eins og Ghebreyesus orðar það. Hann segir:

„Við getum ekki látið þennan sögulega samning, þessi tímamót í heilsufari á heimsvísu, verða fyrir skemmdarverkum af þeim sem dreifa lygum, hvort sem er meðvitað eða óafvitandi.“

„Eina leiðin til að fá öruggari heim“

Að sögn forstjóra WHO er þetta „tækifæri kynslóðarinnar sem við megum ekki missa af.“ Hann vill að aðildarríkin upplýsi landsmenn sína um, að gagnrýnendur hafi rangt fyrir sér:

„Þetta er tækifæri fyrir okkur – kannski eina tækifærið okkar – til að ná þessu, því við höfum skriðþunga. Þetta er eina leiðin til að gera heiminn öruggari fyrir börnin okkar og barnabörnin okkar – með því að vinna saman.“

Tækifæri sögunnar „gæti glatast“

Að sögn Tedros ógna tillögurnar ekki fullveldi þjóðarinnar, heldur er það algjör nauðsyn fyrir alla, að fá „öflugt og nýtt regluverk.“ Hann fullyrðir:

„Raunin er sú, að verið er að vernda fullveldi þjóðarinnar á sama tíma og verið er að efla alþjóðlega heilbrigðisöryggið. Við þurfum að fá þýðingarmikla og áhrifaríka niðurstöðu til að styrkja alþjóðlega lagarammann, til að styrkja forvarnir, viðbúnað og viðbrögð við heimsfaraldri. Ef niðurstaðan breytir ekki ástandinu og ef hún verður ekki hjálp til að tryggja sameiginlegt öryggi og réttlæti, þá munum við hafa misst tækifæri okkar til að skrifa söguna.“

Frábærar fréttir

Á samfélagsmiðlum gleðjast margir yfir þeim fréttum að áætlanir WHO kunni að mistakast. Þannig skrifar einn notandinn:

„Frábærar fréttir. Höldum dampinum uppi gott fólk.“

Hér að neðan má sjá X frá WHO og þar fyrir neðan athugasemd á X:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa