Microsoft hefur nýlega sett inn umdeilda breytingu í Windows 11 sem fær marga til að lyfta augabrúnum. OneDrive tekur sjálfkrafa afrit af gögnum og vistar í skýinu án vitundar notendans. Vekur það alvarlegar áhyggjur um persónuvernd notendandans.
Þegar þú uppfærir kerfið með Windows 11 og ert tengdur við internetið með Microsoft reikningi, þá virkjast afritunareiginleikinn í OneDrive sjálfkrafa. PC World segir að áður hafi notendur haft tækifæri til að velja hvort þeir vildu nota OneDrive til öryggisafrits en núna hafi þetta valfrelsi verið fjarlægt.
Þessi breyting hefur verið innleidd án nokkurrar viðvörunar eða skýringa frá Microsoft. Áður þurfti notandinn að virkja sjálfvirka öryggisafritið sérstaklega og Microsoft minnti reglulega á þennan möguleika. Nú er það sjálfvirkt sem þýðir að notendur gætu fundið persónulegar skrár og möppur skyndilega samstilltar við skýið án þeirra vitundar.
Afleiðingar þessarar breytingar gætu orðið verulegar. Margir notendur geta fundið fyrir því að skjáborðið þeirra fyllist skyndilega af skrám og möppum frá fyrri tölvum, sem getur valdið gremju og ruglingi. Að auki vekur þetta alvarlegar spurningar um friðhelgi einkalífs notenda og umráð yfir eigin gögnum.
Hægt að taka OneDrive úr sambandi
PC World greinir frá því, að möguleiki sé til að aftengja OneDrive alfarið úr kerfinu sem Microsoft myndi líka illa við. Það sé líklega einfaldasta lausnin. PC World gefur einnig ráð til að hægt sé að aftengja afritunarmöguleikann en flestir munu gleyma því, óvitandi um að Microsoft afritar allt sem er á tölvunni.
Önnur kerfi eins og til dæmis Linux hafa engan innbyggðan eiginleika sem afritar gögn notenda sjálfkrafa án samþykkis þeirra. Linux notendur hafa fulla stjórn á tölvunni og geta valið hvaða öryggisafritunarlausnir þeir vilja nota. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að einkagögn þeirra séu afrituð í utanaðkomandi skýjaþjónustu án vitundar þeirra eða samþykkis.
Microsoft hefur enn ekki tjáð sig um gagnrýnina eða útskýrt hvers vegna þessi breyting var framkvæmd.