Yfirhershöfðingi Svíþjóðar: Verðum að undirbúa okkur fyrir stríð

Michael Bydén yfirhershöfðingi Svíþjóðar beinir þeim tilmælum til allra Svía að undirbúa sig fyrir stríð. „Hver og einn verður að spyrja sjálfan sig einföldustu grundvallarspurningarinnar: Ef það sem gerist í Úkraínu í dag gerist í Svíþjóð á morgun, er ég þá undirbúinn?“ Sænska sjónvarpið SVT greinir frá.

Michael Bydén leggur áherslu á, að Svíar séu í erfiðasta öryggisástandi frá seinni heimsstyrjöldinni og að Rússland sé ógnvaldurinn:

„Þeir halda áfram að stunda umfangsmikið stríð og halda áfram að fjárfesta. Þá er heldur ekki hægt að útiloka, að þeir fari líka inn á aðrar brautir. Það þýðir að við verðum að undirbúa okkur eins og hægt er, á öllum stigum, í öllu samfélaginu.“

Erum óundirbúin

Ábyrgðin á því að vera viðbúin hvílir á öllum, bæði valdhöfum og einkaaðilum, að mati Michael Bydén. Hann telur að við séum ekki nægilega undirbúin í dag.

„Ef ég verð ekki að berjast mun ég líklegast fara í vinnuna mína. Við verðum að tryggja að við búum við öflugt samfélag þar sem samfélagslega mikilvægir þættir eins og barnagæsla, öldrunarþjónusta, heilsugæsla og skólar eru í gangi eins og kostur er. Ef við höfum þá afstöðu og sjáum til þess að samfélagið virki eins eðlilega og hægt er við mjög óeðlilegar aðstæður, þá getum við staðið á móti. Við erum ekki komin þangað.“

SVT: Á maður að skilja þetta svo, að það geti orðið stríð í Svíþjóð?
Yfirhershöfðinginn: Svarið er já.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa