Laura Ingraham ræðir við lækninn Pierre Kory um ógnvekjandi umframdauða í Bandaríkjunum
Af einhverjum ástæðum hafa Bandaríkin orðið fyrir 158.000 fleiri dauðsföllum árið 2023 samanborið við sama tímabil árið 2019, segir í frétt Fox News. Tölurnar eru „yfirþyrmandi“ og þarfnast skýringa. Fleiri hafa týnt lífinu í Bandaríkjunum núna en samanlagt í öllum þeim styrjöldum sem Bandaríkin hafa tekið þátt í.
Hvað er eiginlega að gerast í heiminum? Fjölmiðlar greina frá skelfilega háum dauðsföllum í Bandaríkjunum. Læknirinn Pierre Kory skrifar í umræðugrein í The Hill:
Þetta er stærra en COVID: Hvers vegna deyja svona margir Bandaríkjamenn fyrir aldur fram?
Í samanburði við árið 2019 þá dóu 158.000 fleiri Bandaríkjamenn á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Þetta kemur fram í tölum líftryggingafélaga. Kory skrifar:
„Þingið ætti tafarlaust að kalla til sín tryggingasérfræðingana og rannsaka þessa ógnvekjandi þróun.“
Fox News: Tölurnar eru „yfirþyrmandi“
Samkvæmt Pierre Kory er ekki hægt að skýra umframdánartíðni t.d. með fentanýli. Það er eitthvað annað, eitthvað nýtt sem hefur gerst undanfarin ár. Hann segir í viðtali við Lauru Ingraham, fréttastofu Fox News:
„Við verðum að svara spurningunni: Hvers vegna hafa þeir heilbrigðustu í samfélaginu – ungt, vinnandi fólk með líftryggingu – skyndilega farið að deyja í þeim mæli sem við höfum aldrei séð áður?“
Hvað hefur gerst sem leiðir til dauða svo margs ungs fólks?
Þetta byrjaði árið 2021 og hefur síðan haldið áfram, útskýrir Pierre Kory:
„Hvað gerðist á bandarískum vinnustöðum árið 2021 sem leiddi til þessarar fordæmalausu dánartíðni? Við höfum aldrei séð dauða í þessum mæli. Ekki nema að við sendum allt unga fólkið okkar í stríð. Það er ómögulegt að útskýra hvers vegna svo margt ungt fólk deyr.“
Horfðu á Fox News þáttinn hér að neðan: