Yfirvofandi lokun rafbílaverksmiðju Audi í Brussel vegna lélegrar eftirspurnar

Rafbílaverksmiðja Audi í Brussel er í kröggum. Eftirspurn eftir þeim tveimur rafbíltegundum sem framleiddar eru í verksmiðjunni er svo lítil að rætt er um að loka verksmiðjunni og hætta framleiðslu.

Samdráttur í eftirspurn rafbíla

Mikill samdráttur hefur verið í eftirspurn eftir Audi Q8-e-tron og Q8 e-tron Sportback rafbílum á síðasta ári. Á síðasta ári voru 53.555 bílar framleiddar í verksmiðjunni í Brussel sem má bera saman við, að einungis 9.459 Q8-e-tron rafbílar hafa verið skráðir á Evrópumarkaði frá ársbyrjun til maíloka í ár.

Engar aðrar bílategundir eru framleiddar í verksmiðjunni, sem gerir hana sérstaklega viðkvæma fyrir minni eftirspurn á rafbílum. Audi skrifar í fréttatilkynningu, að svo virðist sem rafbílamarkaðurinn sé skyndilega farinn að gefa sig.

Fáir valkostir í boði

Aðeins tveir möguleikar eru í dæminu fyrir verksmiðjuna í Brussel. Í fyrsta lagi að stöðva framleiðslu á Q8 e-tron ásamt Sportback útgáfunni sem er líklegt að gerist á næsta ári 2025.

Í öðru lagi að endurskipuleggja verksmiðjuna en það gæti reynst örðugt í reynd. Er það vegna langtíma skipulagsáskorana sem tengjast hönnun og staðsetningu verksmiðjunnar sem hefði í för með sér mikinn flutningskostnað. Slíkar breytingar eru dýrar í framkvæmd og krefjast meiri tekna til að réttlæta háan fjárfestingarkostnað.

3000 manns missa vinnuna

Örlög bæði þeirra 3.000 manna sem starfa við verksmiðjuna og framtíð hennar eru í höndum stjórnenda Audi. Volker Germann, forstjóri Audi, segir að ákvörðunin sé ekki auðveld:

„Tilkynning um viðhorfið er ekki það sama og að ákvörðun hafi verið tekin. Engu að síður hafa þessar fréttir haft mjög djúp tilfinningaleg áhrif á starfsmenn í Brussel og á mig líka. Gagnsætt og uppbyggilegt samtal er mikilvægt í því ferli sem á eftir kemur. Við munum íhuga öll sjónarmið.“

Það er auðvitað sorglegt, ef starfsmenn verksmiðjunnar verða neyddir út í atvinnuleysi en þannig lítur hinn efnahagslegi veruleiki út. Sífellt færri vilja eða hafa ráð á að kaupa rafbíl, sérstaklega lúxusrafbíl fyrir 13 milljónir króna.

Í núverandi efnahagsástandi halda sífellt fleiri neytendur fast í krónurnar eftir mikla verðbólgu undanfarinna ára. Þá verða lúxusrafbílar að háþróuðu, ónauðsynlegu leikfangi.

Audi hóf árið 2021 að breyta verksmiðjunni í að verða koltvísýringshlutlausa með aðstoð lífgashitunar, uppsetningu sólarsellu á þak verksmiðjunnar, framleiðslu á eingöngu rafbílum (Q8 e) -tron) og loftslagsbætur.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa