Zelensky og Trump ræddust við símleiðis

Á föstudag talaði Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, í síma við Donald Trump. Donald Trump hefur nokkrum sinnum sagt að hann muni binda enda á stríð Úkraínu og Rússlands og lagði áherslu á frið í samtalinu við Zelensky.

Í nóvember eru forsetakosningar í Bandaríkjunum en Donald Trump er þegar farinn að ræða alþjóðleg málefni við leiðtoga heimsins. Trump skrifar á samfélagsmiðli sínum Truth Social um samtalið:

„Við Zelenskyy forseti Úkraínu áttum mjög gott símtal fyrr í dag. Hann óskaði mér til hamingju með vel heppnaðan landsfund Repúblikana og að tilnefningu sem forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum.

Hann fordæmdi hina svívirðilegu morðtilraun síðastliðinn laugardag og sagði að bandaríska þjóðin hefði komið saman í anda einingar á þessum tímum.

Ég þakka Zelenskyy forseta fyrir að hafa lagt hönd á plóg því ég, sem næsti forseti Bandaríkjanna, mun koma á friði í heiminum og binda enda á stríðið sem hefur kostað svo mörg mannslíf og eyðilagt óteljandi saklausar fjölskyldur. Báðir aðilar munu geta komið saman og gert með sér samning sem bindur enda á ofbeldið og ryður braut til velmegunar.“

NDTV World greinir frá því, að ekki sé víst að stuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu haldi áfram verði Trump forseti. Trump hefur áður hvatt Úkraínu til friðarviðræðna og hótað að draga bandarísk vopn til baka ef þeir fallast ekki á viðræður.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa