1.000 loftslagsaðgerðarsinnar handteknir í Hollandi

Um 1.000 loftslagsaðgerðarsinnar frá samtökunum „Extinction Rebellion“ voru handteknir á laugardag eftir að hafa lokað þjóðvegi í hollensku borginni Haag. Mótmælendum var sleppt síðar um kvöldið.

Sjónvarpsfyrirtækið NOS greinir frá því, að það hafi tekið tíma að fjarlægja mótmælendur þar sem margir þeirra höfðu límt sig fasta við veginn.

Mótmælendurnir mótmæla niðurgreiðslum ríkisins á jarðefnaeldsneyti, svo sem kolum, olíu og gasi.

Margar áberandi mótmælaaðgerðir í loftslagsmálum hafa átt sér stað í Haag á undanförnu ári.

Myndskeið frá atburðinum í Haag í tveimur færslum á X hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa