1000 vindorkuver á hausnum í Svíþjóð – tæmd af peningum sem fara til kínverska ríkisins

Ný könnun á vindorku í Svíþjóð, sem beinist að því hvernig vindorkuver í landinu standa sig fjárhagslega, sýnir að vindorkan er allt annað en arðbær iðnaður.

Þátturinn „Kaldar staðreyndir“ hjá TV4 hefur fengið aðgang að hluta af upplýsingum í gagnagrunni sænskra vindorkufyrirtækja sem fræðimenn í Jönköping tóku saman. Upplýsingarnar sýna, að stór hluti vindmylla landsins er í eigu fyrirtækja sem eru á barmi gjaldþrots. Christian Sandström, lektor, hjá alþjóða viðskiptaháskólanum í Jönköping segir við TV4:

„Almennt séð á stór hluti iðnaðarins við fjárhagsvanda að etja.“

Yfir 1000 vindmyllur í gjaldþrota fyrirtækjum

Gagnagrunnurinn inniheldur upplýsingar um öll helstu vindorkufyrirtæki í Svíþjóð frá árinu 2010 og af alls um 5.200 vindmyllum landsins eru um 3.500 í gagnagrunninum.Að sögn Christian Sandström er talið að minnsta kosti 1.000 vindmyllur séu í gjaldþrota vindorkuverum. Ein ástæðan fyrir minni arðsemi er sögð vera hröð stækkun samfara því, að raforkuverð lækkar þegar mörg vindorkuver framleiða rafmagn samtímis.

Kínverska ríkið hirðir peningana

Samkvæmt TV4 á kínverska ríkið, gegnum dótturfyrirtæki, vindorkufyrirtækið Markbygden Ett fyrir utan Piteå. Fyrirtækið er eitt hið stærsta sinnar tegundar með 179 vindorkuver í Svíþjóð. Nýlega sótti fyrirtækið um greiðslustöðvun en rannsakendur TV4 komust að því að fyrirtækið hafði flutt háar fjárhæðir áður til eignarfélagsins North pole vindkraft holding AB. Christian Sandström segir:

„Mér sýnist málið snúast um að reyna að taka út allt fé úr gjaldþrota fyrirtæki. Fyrirtækið hefur greitt yfir 200 milljónir sænskra króna í innri ofurvexti til móðurfélagsins. Það þýðir í reynd að verið er að tæma allt fé í fyrirtækinu.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa