Nató vill fá „hernaðar-Schengen“ með frjálsri för herja innan ESB

„Hernaðar-Schengen“ með frjálsri för Nató-hermanna á milli flestra ESB-landa. Þannig vill Alexander Sollfrank hershöfðingi, yfirmaður flutningastjórnar Nató, hafa hlutina fyrir hermenn Nató samkvæmt viðtali hans við Reuters.

Í flestum ríkjum ESB eru víðtækar reglur um hvernig og með hvaða hætti megi flytja hermenn og hergögn. Í sumum löndum eru takmarkanir á því, hversu langar herflutningalestir mega vera. Í öðrum löndum gilda sérreglur um flutning skotfæra. Það skapar flöskuhálsa í stjórnsýslunni, þegar Nató vill flytja hermenn hratt frá einu aðildarríki til annars.

„Hernaðar-Schengen“

Alexander Sollfrank hershöfðingi telur að það sé vandamál sem verði að leysa núna. Ekki síðar ef eða þegar alhliða stríð skellur á á milli Nató og Rússlands. Þá gefst ekki tími til að bíða eftir nauðsynlegum leyfum til að flytja herdeildir hratt á milli staða. Fyrirhuguð lausn hans er að koma á „hernaðar-Schengen“ með frjálsu flæði Nató-hermanna á milli flestra ESB-landa. Hershöfðinginn segir við Reuters:

„Við verðum að vera viðbúnir löngu áður en 5. greinin er virkjuð.“

Stækkun Nató

Flutningavandinn er flóknari í dag en á tímum kalda stríðsins. Á þeim tíma voru landamæri Nató og Varsjárbandalagsins aðallega á landamærum Vestur- og Austur-Þýskalands. Á undanförnum 25 árum hefur hernaðarbandalagið hins vegar stækkað þrálátlega til austurs, með fimmtán nýjum aðildarríkjum. Austurlandamæri bandalagsins í Evrópu eru nú um 4000 kílómetra að lengd í níu löndum. Alexander Sollfrank hershöfðingi segir:

„Hinar miklu vegalengdir og sú staðreynd að allar hersveitir eru ekki staðsettar við víglínuna þýðir, að bandalagið verður að geta flutt hermenn hratt frá bækistöðvum sínum á réttan stað á austurvígstöðvunum.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa