Ríkið á að þvinga fram fullkomna „blöndun“ innflytjenda og Svía

Lawen Redar, menningartalskona jafnaðarmanna í Svíþjóð, boðar stefnubreytingu sænskra krata. Núna á ríkið að þvinga fram fullkomna „blöndun íbúanna“ í Svíþjóð.

Í nýrri innanflokksskýrslu sænskra sósíaldemókrata (sjá pdf að neðan), kemur fram að aðlögunar- og innflytjendastefna flokksins hefur brugðist. Kratarnir leggja því fram nýja stefnu um „lausn“ innflytjendavandans: Ríkið á að þvinga fram fullkomna „blöndun“ innflytjenda og Svía.

Í lokaorðum skýrslunnar sem meðal annars er skrifuð af Lawen Redar, menningartalskonu sósíaldemókrata segir:

„Það þarf að rjúfa efnahagslegan, þjóðernislegan og tungumálalegan aðskilnað á kerfisbundnu stigi, sem krefst þess að íbúarnir séu blandaðir. Samfélagið verður að beita sér fyrir slíku átaki sem við höfum ekki gert áður og af þeirri stærðargráðu sem ekki hefur áður sést.“

Engin aðlögun innflytjenda á þessari öld

Lawen Redar, sem er í forystusveit jafnaðarmanna í Svíþjóð, segir í samtali við Aftonbladet, að það sé ástæða fyrir flokkinn að vera „sjálfsgagnrýninn niður í botn“ varðandi aðlögunarstefnu fyrir innflytjendur í Svíþjóð. Redar segir í viðtali við SVT:

„Innflytjendur 21. aldarinnar hafa ekki aðlagast samfélaginu hvorki efnahagslega, menningarlega né varðandi tungumálið. Samfélagið hefur ekki viljað viðurkenna það af ótta við stimplun.“

Aðeins kratar geta „leyst málin“

Lawen Redar segir:

„Svíþjóðardemókratar hafa enga lausn. Einungis „hefðbundin jafnaðarmennska“ getur leyst vandann. Við þurfum að hafa samfélag tungumáls og menningar. Áhrif fólksinnflutningsins á aðskilnaðinn eru nokkuð augljós. Ég er sjálfsgagnrýnin vegna þeirra staðreyndar, að við höfum ekki framfylgt meðvitaðri aðlögunarstefnu stéttabaráttunnar.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa