16 ára gömul skólastúlka handtekin í miðri kennslustund fyrir að segja á TikTok að Þýskaland sé heimili sitt

Elon Musk. (Mynd: Wikipedia CC 2.0).

Þrír lögreglumenn bönkuðu upp á í miðri kennslustund og handtóku 16 ára gamla þýska skólastúlku fyrir framan alla í bekknum og færðu á brott. Gerðist þetta þann 27. febrúar sl. í þýska fylkinu Mecklenburg-Vorpommern. Glæpurinn sem stúlkan hafði framið var að skrifa á TikTok, að Þýskaland væri ekki einhver staður á landakortinu heldur heimili hennar. Málið er mjög umdeilt í Þýskalandi og hefur einnig hlotið alþjóðlega athygli. Núna bregst Elon Musk eigandi X við.

Lögreglan handtók 16 ára gamla skólastúlku fyrir framan alla í bekknum. Færðu þeir hana á brott til yfirheyrslu vegna „þjóðrækinnar færslu á samfélagsmiðlum.“ Málið hefur vakið mikla reiði um allt Þýskaland. Flokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (Alternative für Deutschland, AfD) hefur brugðist hart gegn þessum ásökunum, vegna þess „glæpur“ stúlkunnar var að dreifa myndbandi, sem tók afstöðu með flokknum og talað er um Þýskaland sem heimili þjóðarinnar en ekki bara einhvern stað á landakortinu. Einhver hafði sent myndbandið til skólans og rektorn hafði samband við lögregluna.

Lögreglan segir að þeir hafi verið fyrir utan skólastofuna og beðið stúlkuna kurteisislega um að koma út og fylgja með þeim. Beatrix von Storch, þingmaður AfD, segir í yfirlýsingu til Frelsisnytt, að hún vonist til að þessi atburður fái alþjóðlega athygli sem hefur þegar gerst. Hún hefur kært rektor skólans og segir:

– Í Þýskalandi virðist réttarríkið hafa glatast. Barátta ríkisstjórnarinnar við „hægrimenn“ leiðir í auknum mæli til ofsókna gegn skoðunum og afstöðu sem ættu að vera frjálsar. Í heiðarleika sagt: Ég hef ekki miklar væntingar fyrir þessi réttarhöld. Ríkissaksóknarinn í Þýskalandi er bundinn af [pólitískum] fyrirmælum, þannig að það verður pólitísk ákvörðun, hvort grípa eigi til aðgerða gegn skólastjóranum eða ekki. En það sem er fyrst og fremst mikilvægt er að vekja athygli á þessu verklagi, helst á alþjóðavettvangi. Það eykur þrýstinginn gríðarlega. Kannski verður skólastjórinn sakfelldur að lokum.“

Elon Musk bregst við

Álitsgjafinn Ralph Schoellhammer spyr á X, hvað það sé sem geti leitt til handtöku í Þýskalandi? Hann svarar sjálfur spurningunni: „Að hafa samúð með Valkosti fyrir Þýskaland, AfD og kalla Þýskaland heimili sitt.“

Musk svarar og spyr: „Í alvöru, er það allt?“ Musk hefur áður tekið skýra afstöðu gegn bæði ritskoðun og hömlulausum fjöldainnflutningi. Vangaveltur eru í gangi, hvort hann hafi tekið afstöðu fyrir AfD.

Alice Weidel, annar flokksformanna Valkosts fyrir Þýskaland, hefur fordæmt atburðinn og varar við því, að verið sé að hræða æsku landsins frá því að tjá sig samanber tístið að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa