50 ára karl keppti við 13 ára stúlkur í sundi

Maður að nafni Nicholas J. Cepeda, sem kýs að kalla sig „Melody Wiseheart“, keppti á móti ungum stúlkum í svæðiskeppni í sundi í Richmond Hill, Toronto í Kanada. Samkvæmt keppninni mátti 50 ára gamli maðurinn taka þátt svo framarlega sem innlendum reglum væri fylgt.

Cepeda keppti á móti níu öðrum sundkonum sem allar voru 13 eða 14 ára. Blaðamaðurinn David Menzies var með afrit af úrslitum sundkeppninnar og spurði skipuleggjendur sundkeppninnar um málið. Í byrjun neituðu skipuleggjendur sundkeppninnar að maðurinn hefði verið einn þátttakenda en viðurkenndu að lokum, að Cepeda var í raun einn keppenda.

Segir viðkomandi skrá það kyn sem gildir fyrir keppnina

Skipuleggjandi viðburðarins sagði blaðamanni að hann vildi ekki blanda sér í umræðu um kyn:

„Ekki tala um kyn við mig, ég veit ekkert, skráningin gildir um það sem fyllt er í.“

Blaze News ræddi við fulltrúa frá Sundfélagi Kanada sem sagði, að sundkeppendur gætu almennt „synt samkvæmt skráðu kyni.“ En í landskeppnum ættu „aðeins valdir íþróttamenn með rétt til keppni“ að geta verið með í landsliðinu. Hvað varðar aldurstakmarkanir á sundkeppnum virtust fullyrðingar fulltrúans stangast á við yfirlýsinga skipuleggjanda á staðnum. Nathan White, aðstoðarsamskiptastjóri Sundfélags Kanada segir, að „skipuleggjandi sundkeppninnar setur aldurstakmörk.“

Háskólaprófessor

Í júní 2022 bannaði World Aquatics, sem þá hét Alþjóðasundsambandið eða FINA, transfólki að keppa á móti konum í úrvalskeppnum, nema með einu skilyrði: Trans sundmenn mega keppa á móti konum ef þeir hafa lokið umskiptum sínum fyrir tólf ára aldur.

Cepeda er að sögn prófessor í sálfræðideild York háskóla undir nafninu „doktor Melody Wiseheart.“ Rannsóknarsvið hans inniheldur efni sem „öldrun“, „börn“, „æskan“ og „vitræn ferli.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa