82% íbúanna á Vesturbakkanum styðja hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael

Samkvæmt skoðanakönnun sem Rannsóknarmiðstöð Palestínu, PSR, hefur gert, þá hefur stuðningur við Hamas aukist verulega meðal íbúa á Vesturbakkanum og á Gaza-svæðinu. Einungis 10% íbúanna telja, að árás Hamas á Ísrael hafi verið stríðsglæpur.

Í skoðanakönnun sem gerð var frá 22. nóvember til 2. desember 2023, samkvæmt Associated Press, AP, hefur stuðningur á Vesturbakkanum við Hamas aukist um 32% og farið úr 12% í 44% eftir að stríðið hófst. Þá hefur stuðningur við Hamas á Gaza aukist um 4% og farið úr 38% í 42%.


Allt að 57% íbúanna á Gaza og 82% íbúanna á Vesturbakkanum styðja hryðjuverkaárás Hamas og hin viðbjóðslegu morð á gyðingum.


Segja að Hamas hafi verið „að frelsa fanga“

Meirihluti Palestínumanna stendur í þeirri trú, að Hamas hafi ráðist á Ísrael til að verja íslamskan helgidóm í Jerúsalem og til að frelsa palestínska fanga sem Ísraelsmenn hafi tekið. Fangelsisyfirvöld í Ísrael tilkynntu mannréttindasamtökunum HaMoked að frá og með 1. nóvember séu 6.809 palestínskir fangar í haldi í Ísrael.

Það sem stendur upp úr samkvæmt könnuninni er, að meirihluti Palestínumanna telur að hryðjuverkaárásin á Ísrael eigi rétt á sér. Yfir 80% íbúanna á Vesturbakkanum styðja blóðugt hryðjuverk Hamas á gyðingum 7. október s.l.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa