Flest fer úrskeiðis hjá þeim sem fjárfestu í kauphöllinni í Stokkhólmi í vikunni, sem er núna á hraðferð niður á botn síðasta árs. Í Dagens Industri, DI, fjölgar sífellt örvæntingarfyllri sérfræðingum sem vonast til þess að markaðurinn fari í „rússíbanaferð“ til að bjarga ástandinu.
Að sögn DI þýddi lokun þriðja ársfjórðungsins verstu niðurstöðu tíu ársfjórðunga en lækkunin í vikunni var sú mesta í allri Evrópu. Dagens Industri kennir því um, að bandarísk ríkisskuldabréf til tíu ára eru með hæstu vexti síðan í byrjun árs 2000.
Flótti fjárfesta
Blaðið skrifar:
„Fyrst og fremst vega hækkandi bandarísk tíu ára skuldabréf þungt á hlutabréfamarkaðinum, að sögn þeirra sérfræðinganna sem DI ræddi við.“
Vextir á skuldabréfum eru í öfugu hlutfalli við eftirspurn sem útskýrir hvers vegna gull hækkaði mikið á sama tímabili. Fyrir verðbréfamarkaðinn í Stokkhólmi hefur þróunin í staðinn verið hörmuleg. Dagens Industri ræddi við „fjármálaref“ sem heldur því fram að viðsnúningurinn komi fljótlega. Anders Rulle Rudolfsson, miðlari hjá DNB, segir við blaðið, að „sögulega mynstrið bendi til rússíbanaferðar. Ég sé fyrir mér þokkalega góðan endi á árinu.“
Netsalan í Svíþjóð hrynur um tæpan fjórðung
Samkvæmt frétt sænska viðskiptaráðsins hafa netviðskipti fallið um 24% þegar leiðrétt hefur verið miðað við verðbólgu. Reiknað í krónum þá dróst veltan saman um 19% en var að mestu bjargað með verðhækkunum. En ef tekið er tillit til og leiðrétt vegna verðbólgunnar, þá sést að raunveruleg sala minnkaði um næstum fjórðung eða 24%. Sænska viðskiptaráðið segir „að hér um bil einn af hverjum fjórum viðskiptavinum hvarf í rafrænni verslun miðað við september 2022.“