Evrópusambandið á að stuðla að friði en ekki stríði

ESB-ríkið Slóvakía mun ekki lengur styðja meiri hernaðarstuðning Evrópusambandsins til Úkraínu. Það verður að hætta öllu slíku, segir nýr forsætisráðherra landsins, Robert Fico, samkvæmt AFP. Forsætisráðherrann bendir á, að Evrópusambandið á að miðla friði í stað þess að breytast í vopnabirgi.

Hinn nýi forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, segir neitar bæði að taka þátt í fleiri vopnasendingum til Úkraínu og refsiaðgerðum gegn Rússum. Hann segir að nú sé nóg komið.

Tafarlaus stöðvun stríðsins besta lausnin

Fico segir að hann muni sem forsætisráðherra styðja „núll hernaðaraðstoð til Úkraínu.“ Stríðið gegn Rússlandi hefur engu skilið öðru nema dauða hundruð þúsunda úkraínskra manna. Stríðið hefur eyðilagt Úkraínu. Fico telur að tafarlaus stöðvun hernaðaraðgerða sé besta lausnin fyrir Úkraínu.

Enn fremur telur hann að ESB ætti að breytast úr því að vera „vopnabirgðasali“ og hefjast handa við að koma á friði í staðinn. Forsætisráðherra Slóvakíu sér heldur engan tilgang í að styðja refsiaðgerðir gegn Rússlandi, þar sem þær skaða aðeins hans eigið land. Að sögn AFP er þetta „fyrsti vestræni viðsnúningurinn af þessu tagi.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa