Daginn áður en friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2023 voru veitt íranska mannréttindafrömuðinum Narges Mohammadi fyrir mannréttindabaráttu hennar og baráttu fyrir frelsi allra sem í dag lifa undir oki alræðisstjórnar íslam, þá kýs lögreglan í Järva, Stokkhólmi, að sýna slæðukonuna sem hina nýju fyrirmynd lögreglunnar.
Færsla lögreglunnar var birt síðdegis á fimmtudag og viðbrögðin við færsluna leiddi til þess, að yfirvöld „takmörkuðu“ hverjir gátu tjáð sig. Þar að auki voru þegar gerðar athugasemdir faldar. Hlutfall þeirra sem eru reiðir er stærst miðað við þumalinn upp og hlæjandi broskarla.
Að sögn Astrid Schlytter dósents, þá búa um 240.000 manns við svokallaða „heiðurskúgun“ í Svíþjóð, aðallega börn og ungmenni. Í könnun Malmö borgar frá 2018 áætla rannsakendur að 20% allra níunda bekkinga í Malmö búi við „takmarkanir.“ Aðrar mælingar sýna, að 30% ungs fólks í Svíþjóð eru útsett fyrir heiðurskúgun.
Innlegg lögreglunnar olli viðbrögðum frá mörgum, t.d. rithöfundinum Katerina Janouch, Ramona Franson og Stefan Fahlander samanber X hér að neðan: