Carlson birti mynd af sér fyrir utan Belmarsh fangelsið með fyrirsögninni: „Heimsókn til Julian Assange í Belmarsh fangelsinu í morgun.“
Tucker Carlson sagði á X-inu í gær, að hann væri að fara í heimsókn ti Julian Assange, stofnanda Wiki Leaks, í Belmarsh fangelsinu í London. Assange á yfir höfði sér framsal til Bandaríkjanna til að mæta í réttarhöldum vegna „ákæru um að hafa tekið við, haft undir höndum og miðlað trúnaðarupplýsingum til almennings samkvæmt njósnalögum.„
Tucker Carlson tilkynnti á fimmtudag að hann væri að heimsækja blaðamanninn Julian Assange í fangelsinu. The Messenger greinir frá því, að Tucker hafi birt myndina af sér fyrir utan fangelsið og sagst vera að fara í heimsókn til Julian Assange. Eftir að Carlson hætti á X, þá birtir hann nýju útgáfuna af þætti sínum á X-inu og þar hefur hann tekið viðtöl við Donald Trump, Andrew Tate, Ice Cube og fleiri.
Á yfir höfði sér 175 ára fangelsisdóm
Assange á yfir höfði sér framsal til Bandaríkjanna og er ákærður fyrir móttöku, vörslu og miðlun trúnaðarupplýsinga til almennings samkvæmt njósnalögum. Assange á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisdóm verði hann sakfelldur fyrir birtingu upplýsinganna á Wikileaks síðu sinni. Assange hefur verið á bak við lás og slá í Englandi síðan 2019.
Bandarískir saksóknarar halda því fram að Assange hafi með ólöglegum hætti aðstoðað Chelsea Manning, fyrrverandi leyniþjónustumann bandaríska hersins, við að stela þúsundum leynilegra hergagna sem birtar voru á WikiLeaks árið 2010. Þar á meðal voru upplýsingar sem afhjúpuðu bandaríska stríðsglæpi í Írak og fyrri ótilgreindar upplýsingar um njósnir bandarískra stjórnvalda um borgara sína.
Vilja fá Assange til Ástralíu
Undanfarna mánuði hefur ástralska ríkisstjórnin leitað til Biden stjórnarinnar í Bandaríkjunum og beðið hana um að falla frá ákæru á hendur Assange sem er ástralskur ríkisborgari. Stjórn Biden hefur hins vegar virt að vettugi bón ástralskra stjórnvalda en hefur þess í stað stundað leynilegar rannsóknir á Julian Assange í því skyni að fá hann framseldan til Bandaríkjanna.