Hassan Nasrallah varar Ísrael við árásum – hótar árásum á bandarískar herstöðvar

Hassan Nasrallah, leiðtogi líbanska sjía-hersins Hezbollah, hélt ræðu síðdegis föstudag 3. nóvember. Hann hótaði Bandaríkjunum og lýsti því yfir að hann útiloki enga möguleika í baráttunni gegn Ísrael.

Mikill mannfjöldi safnaðist saman í Beirút, höfuðborg Líbanons, til að hlusta á ræðuna, sem umheimurinn hefur beðið eftir. Ræðunni var sjónvarpað. Fyrir ræðuna héldu fjölmiðlar því fram, að Hassan Nasrallah myndi lýsa yfir alhliða stríði gegn Ísrael ef ekki yrði vopnahlé á Gaza á miðnætti 3. nóvember. Fyrir utan hótanir um árásir á Ísrael og bandarískar herstöðvar, þá lagði Nasrallah áherslu á að lyfta fram þeim árangri sem Hezbollah hefur þegar náð með takmörkuðum árásum sínum á Ísrael síðan 8. október.

Allsherjarstríð – raunhæf vænting

Nasrallah sagði meðal annars, að helmingur ísraelska hersins, þar á meðal úrvalssveitir, hafi neyðst til að fara að landamærum Líbanons og gæti því ekki verið á Gaza. Tugþúsundir ísraelskra búsetuaðila hafi neyðst til að flýja. Hann hótaði árásum á bandarísk herskip á Miðjarðarhafi. Hassan Nasrallah sagði það „raunhæfa væntingu“ Vesturlanda, að stríðið gæti stigmagnast í allsherjar stríð og að það hefði mikilvæg sálfræðileg áhrif. Leiðtogi Hezbollah sagði:

„Það fælir einnig Ísrael frá því að ráðast á Líbanon. Við útilokum enga kosti.“

Hryðjuverkaárásin var „hetjuleg aðgerð“

Nasrallah sagði, að enginn í heiminum gerði neitt í stöðunni á Gaza og því hefði árás Hamas verið nauðsynleg þann 7. október. Hann hélt því fram, að það væru Ísraelar sem stæðu á bak við dráp óbreyttra borgara.

„Þetta var hetjuleg aðgerð sem við verðum að heiðra. Hún hefur valdið jarðskjálfta hjá Ísraelum og sýnir, að Ísrael er veikara en kóngulóarvefur.“

„Nýr áfangi í frelsisstríði Palestínu“

Leiðtogi Hezbollah hampaði því, að Ísrael var algjörlega komið að óvörum og að þeir hefðu þurft á tafarlausum stuðningi Bandaríkjanna og Vesturlanda að halda til að reyna að ná frumkvæðinu aftur. Hann sagði mannskaða Palestínumanna eftir árásina vera nauðsynlegan til að „hefja nýjan áfanga í baráttu Palestínumanna.“ Hassan Nasrallah sagði:

„Það kom ekkert annað til greina. Eini kosturinn var að bíða í þögninni eftir að deyja. Þetta var því rétta, nauðsynlega skrefið.“

Hinn mikli Satan

Nasrallah kallaði Bandaríkin „hinn mikla Satan“ og sagði stórveldið bera ábyrgð á því að Ísrael geti haldið áfram stríðinu með skilyrðislausum stuðningi sínum. Hann hótar árásum á bandarískar bækistöðvar á svæðinu og sagði:

„Við munum ráðast á bandarískar bækistöðvar. Bandaríkjamenn verða að borga gjald.“

Að minnsta kosti 24 árásir hafa verið gerðar á bækistöðvar Bandaríkjanna í Miðausturlöndum síðan Hamas réðst inn í Ísrael og myrti 1.400 óbreytta borgara. Hér að neðan eru nokkur dæmi af X-inu:

Útifundurinn í dag í Beirút

Hassan Nasrallah hótaði ótilgreindum árásum á Ísrael næstu daga:

„Það verða fleiri aðgerðir gegn Ísrael á mörgum mismunandi vígstöðvum og það mun sýna sig á næstu dögum.“

Hótar árásum Íran á bandarískar bækistöðvar

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa