2. deildarfélagið VfL Osnabrück í fótboltanum í Þýskalandi hefur innleitt nýja reglu. Knattspyrnumenn og starfsmenn græða minna ef þeir borða kjöt. Frá þessu greinir sænska Aftonbladet.
Osnabrück segist vera að vinna að betri framtíð og leggur sitt greinilega af mörkum. Fyrir nokkrum misserum var tekin upp „regla fyrir almannahag“ sem leikmenn og aðrir starfsmenn félagsins eiga að fylgja. Forsvarsmenn klúbbsins eru hvattir til að lifa á vistvænan og sjálfbæran hátt.
Kolefnisspor einstaklingsins mælt
Klúbburinn skrifar:
„Í útreikningum fyrir hvern einstakling er meðal annars tekið tillit til ferðar á vinnustað, hvernig hún er framkvæmd og þætti eins og vegan- eða grænmetismatarvenjur.“
Útkoman er sú, að þeir leikmenn sem borða hamborgara, steik og þess háttar, fá minna borgað.
Lögfræðingurinn bregst við
Klúbburinn mælir kolefnisfótspor starfsmanna sinna í samvinnu við óháð fyrirtæki. Að sögn Michael Welling, forstjóra klúbbsins er reglan ekki skyldubundin. En þeir sem eru með í framtakinu fá 750 evrur, rúmlega 113 þúsund íslenskar krónur, meira í laun. Eftir það kemur launafrádráttur og fer upphæðin eftir því, hversu mikla losunin viðkomandi einstaklingur hefur. Innleiðing reglunnar hefur vakið viðbrögð. Arnd Diringer, lögfræðingur, segir við Welt:
„Það er í rauninni ekki mál vinnuveitandans, hvað starfsmenn þeirra gera í einkalífinu. Það eru aðeins til örfáar undantekningar vegna þess. Matarvenjur og hvar þú átt heima teljast alls ekki mál fyrir starfsmenn knattspyrnufélags.“
Eftir tólf leiki er Osnabrück næst neðst í annari deild.