Nemendur innilokaðir í mennta- og gagnfræðiskólum í Täby vegna hugsanlegrar skotárásar

Glæpahóparnir í Svíþjóð skilja eftir sig mörg spor í samfélaginu. Má heita að allt samfélagið sé á varðbergi gagnvart sprengju- og skotárásum og truflanir á mikilvægum þáttum eins og skólagöngu og almennum samgöngum tíðar. Í morgun lokaði lögreglan tveimur menntaskólum og gagnfræðaskóla í Täby í norðaustur Stór-Stokkhólms svæðinu. Voru nemendur og starfsfólk innilokuð í fleiri tíma, enginn fékk að fara út eða koma inn á meðan stór hópur lögreglumanna leitaði af sér allan grun að ekki væri vopnaðir aðilar á ferð í skólunum.

Lögreglunni barst tilkynning kl. 9.20 í morgun að sést hefði til veggja manna á ferð með eitthvað í höndunum sem líktist skotvopnum. Þetta er samkvæmt þeim upplýsingum sem kennarar hafa upplýst um. Samkvæmt sænska SVT sagði Ola Österling hjá lögreglunni í Stokkhólmi, að lögreglan hefði farið tafarlaust á staðinn með viðbúnað og hafið rannsókn. Í samráði við lögregluna var skólunum þremur lokað á meðan lögreglan fór í gegnum skólana í leit að hugsanlega vopnuðum mönnum. Skólarnir tilkynntu snemma að ekki væri um skotárás að ræða og bað nemendur um að byggja ekki varnir inni í skólunum.

Upp úr hádeginu var „umsátrinu“ aflétt og skólarnir opnuðu á ný. Fjöldi manns fór til skólanna og beið fyrir utan, mest foreldrar sem voru áhyggjufullir vegna barna sinna innilokuðum í skólunum. Lögreglan tilkynnti að enginn hefði særst og enginn verið handtekinn. Sjónvarpið tók viðtöl við nokkra nemendur á einum menntaskólanum sem sögðu:

„Það er rólegt hérna, enginn æsingur eða paník. En lögreglumenn í skotheldum vestum og með hjálma ganga um og athuga alla bekkina.“

Námið fór aftur í gang en búist við að kennarar, starfsmenn og nemendur ræði um atvikið.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa