Lars Bern gagnrýnir harðlega Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði eða læknisfræði í ár, sem veitt voru fyrir uppgötvun sem gerði framleiðslu svokallaðra Covid-bóluefna mögulega. Í staðinn hefðu verðlaunin átt að fara til uppfinningamanns mRNA-tækninnar, bandaríska bóluefnafræðingsins Robert Malone. En Malone er einn helsti gagnrýnandi Covid-bóluefnisins, þannig að hann mun aldrei fá verðlaun af þeim sökum.
Að sögn Bern hafa Nóbelsverðlaun í læknisfræðum „engan trúverðugleika eftir þetta.“ Friðarverðlaun Nóbels hafa einnig verið vanvirt í langan tíma.
„Þetta þýðir upphafið á endalokum blómatíma Nóbelsverðlaunanna. Nóbelsverðlaunin eru að grafa sína eigin gröf.“
Nóbelverðlaunin spara Pfizer og Moderna milljarða auglýsingakostnað
Að stöðugt sé verið að grafa undan Nóbelsverðlaununum og stjórnmálavæða þau, mun einnig hafa áhrif á Svíþjóð sem land.
„Nóbelsverðlaunin skipta miklu máli fyrir landið okkar. Þannig að að gera þetta með þessum hætti, – að láta viðskiptahagsmuni ráða, er hreint skemmdarverk gegn Nóbelsverðlaununum.“
„Þessi Nóbelsverðlaun eru frábær markaðsátak fyrir Covid–bóluefni Pfizer og Moderna. Að afhenda þessi verðlaun er milljarða virði fyrir þá.
Sjá má allan þáttinn með Lars Bern á myndskeiðinu hér að neðan: